Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85

Málsnúmer 2103024F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 409. fundur - 14.04.2021

Fundargerð 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 22. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, fór yfir tillögu að breytingu á rekstri kaffistofu í Áshúsi í Glaumbæ, en rekstraraðili hefur sagt upp samningi um starfsemi í Áshúsi. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldurs og hversu stutt er í sumarið telur nefndin skynsamlegast að Byggðasafnið taki við rekstri kaffistofunnar. Þjónustan sem veitt er í Áshúsi er mjög mikilvægur hluti af upplifun safngesta af safnasvæðinu. Ákvörðun þessi verður endurmetin á haustmánuðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, fór yfir samstarfssamning Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um afnot og varðveislu Víðimýrarkirkju í Skagafirði.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Tekinn fyrir tölvupóstur frá Guðrúnu L. Ásgeirsdóttur, dagsettur 16. mars 2021, um tillögu að nýtingu á húsnæði bókasafnsins á Steinsstöðum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en telur ekki tímabært að taka ákvörðun um framtíðarnot húsnæðisins að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Tekinn fyrir tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði, en atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsti eftir umsóknum um styrkinn. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Sveitarfélaginu Skagafirði. Umsóknarfrestur rann út í lok dags 16. mars sl. Alls bárust 13 umsóknir.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákveður að halda vinnufund mánudaginn 29.mars nk. og fara yfir umsóknirnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með
    átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu liðarins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 85 Lögð fram úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2021. Sveitarfélagið sendi inn tvær umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2021. Annarsvegar fyrir undirbúnings- og hönnunarvinnu við Ketubjörg á Skaga og hinsvegar fyrir hönnun á svæðinu frá smábátahöfninni á Sauðárkróki að Borgarsandi, með bílastæði og göngu- og hjólastíg í huga. Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut styrk að fjárhæð kr. 1.361.260,- fyrir verkefnið Ketubjörg - Aðgengi og öryggi ferðamanna. Markmiðið er að gera bílastæði, merkja svæðið vel, leggja göngustíga og gera öryggisráðstafanir við björgin, í samráði við landeigendur. Verkefnið um göngu- og hjólastíg fékk ekki úthlutun að þessu sinni.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar styrknum og öðrum styrkjum sem úthlutað var til annarra verkefna í Skagafirði. Jafnframt hvetur nefndin fyrirtæki og einstaklinga til þess að sækja um í sjóðinn fyrir árið 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.