Fara í efni

Landbúnaðarnefnd - 217

Málsnúmer 2103025F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 409. fundur - 14.04.2021

Fundargerð 217. fundar landbúnaðarnefndar frá 31. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 409. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lögð fram drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að ljúka málinu gagnvart Akrahreppi og ráðuneyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum sínum hve langan tíma það hefur tekið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að ljúka samningagerð við bændur, sem þurftu að skera niður sitt fé vegna riðusmits. Þann 3. nóvember 2020 fyrirskipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrsta niðurskurð og nú um fjórum og hálfum mánuði seinna er fyrst verið að ganga frá samningum við bændur. Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að verkferlar við samningagerð þurfi að vera skýrir og eðlilegast að samningar liggi fyrir áður en niðurskurður fer fram. Jafnframt er mikilvægt að núverandi reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar verði endurskoðuð í heild sinni sem fyrst. Við þá endurskoðun er mikilvægt að bótagreiðslur taki á þeirri tekjuskerðingu sem bændur verða fyrir, kostnaði þeirra við hreinsun og vegna kaupa á nýjum fjárstofni. Einnig verði bætur greiddar vegna gripa sem felldir eru vegna sýnatöku á öðrum búum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun landbúnaðarnefndar svohljóðandi:

    Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum sínum hve langan tíma það hefur tekið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að ljúka samningagerð við bændur, sem þurftu að skera niður sitt fé vegna riðusmits. Þann 3. nóvember 2020 fyrirskipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrsta niðurskurð og nú um fjórum og hálfum mánuði seinna er fyrst verið að ganga frá samningum við bændur. Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að verkferlar við samningagerð þurfi að vera skýrir og eðlilegast að samningar liggi fyrir áður en niðurskurður fer fram. Jafnframt er mikilvægt að núverandi reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar verði endurskoðuð í heild sinni sem fyrst. Við þá endurskoðun er mikilvægt að bótagreiðslur taki á þeirri tekjuskerðingu sem bændur verða fyrir, kostnaði þeirra við hreinsun og vegna kaupa á nýjum fjárstofni. Einnig verði bætur greiddar vegna gripa sem felldir eru vegna sýnatöku á öðrum búum.
    Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram fundarboð um aðalfund Svartárdeildar Veiðifélags Skagafjarðar í Árgarði, laugardaginn 10. apríl 2021.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og fara með atkvæðisrétt þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram bréf dagsett 23. mars 2021 frá fjallskilastjórn Deildardals, varðandi umgengni á réttarstæði Deildardalsréttar. Ábúandi Háleggsstaða hefur ekki brugðist við ítrekuðum óskum fjallskilastjórnar um að fjarlægja heyrúllur sem hann hefur látið setja niður við réttina. Óskar fjallskilastjórnin eftir að landbúnaðarnefnd beiti sér fyrir því að heyrúllurnar verði fjarlægðar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að skora á ábúanda Háleggsstaða að fjarlægja heyrúllurnar af réttarstæðinu og veitir honum frest til 6. apríl 2021, að öðrum kosti mun nefndin sjá um að þær verði fjarlægðar á kostnað hans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram bréf dagsett 24. mars 2021 frá Páli Birgi Óskarssyni eiganda og ábúanda á Skuggabjörgum. Fer hann fram á það að Sveitarfélagið Skagafjörður fjarlægi heyrúllur af landi því sem sveitarfélagið er með á leigu fyrir fjallskilasjóð Deildardals skv. samningi frá 14. maí 2007.
    Landbúnaðarnefnd mun bregðast við ef eigandi heyrúllanna hefur ekki fjarlægt þær fyrir 6. apríl 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 14. desember 2020 frá Landgræðslunni, varðandi upplýsingar um uppgræðslu í samstarfsverkefnum á árinu 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Seyluhrepps-úthluta fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 217 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs framhluta Skagafjarðar fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 217. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 409. fundi sveitarstjórnar 14. apríl 2021 með níu atkvæðum.