Fara í efni

Fræðslunefnd - 166

Málsnúmer 2103028F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Fundargerð 166. fundar fræðslunefndar frá 28. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 166 Lagt fram til kynningar erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar um landsmót í október 2021. Landsmót þetta átti að halda hér á Sauðárkróki í október 2020 en var frestað vegna Covid. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins á sömu forsendum og í fyrra, þ.e. gistingu í Árskóla og aðstöðu í Íþróttahúsinu. Nefndin fjallaði um málið á fundi sínum þann 12. maí 2020 og tók þá jákvætt í erindið. Málið verður jafnframt kynnt á næsta fundi félags- og tómstundanefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 166 Óskað var eftir umræðum um forvarnir og eineltisáætlanir skólanna. Fræðslustjóri kynnti þær áætlanir sem unnið er eftir í grunnskólum Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 166 Erindi frá Steinunni Rósu Guðmundsdóttur fulltrúi VG og óháðra um lok almenningssamgangna á Sauðárkróki í vor. Óskar hún að bókað verði eftirfarandi: Mikilvægt er að endurskoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki með tilliti til áframhalds og tímalengdar á hverjum vetri, með hag ungra grunnskólabarna að leiðarljósi í þeirri vinnu. Fræðslunefnd samþykkir að vísa málinu til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 166 Eitt mál á dagskrá trúnaðarbókar. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.