Fara í efni

Breytingar á rekstri kaffistofu í Áshúsi í Glaumbæ

Málsnúmer 2103171

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 85. fundur - 22.03.2021

Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, fór yfir tillögu að breytingu á rekstri kaffistofu í Áshúsi í Glaumbæ, en rekstraraðili hefur sagt upp samningi um starfsemi í Áshúsi. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldurs og hversu stutt er í sumarið telur nefndin skynsamlegast að Byggðasafnið taki við rekstri kaffistofunnar. Þjónustan sem veitt er í Áshúsi er mjög mikilvægur hluti af upplifun safngesta af safnasvæðinu. Ákvörðun þessi verður endurmetin á haustmánuðum.
Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri, sat fundinn undir þessum lið.