Fara í efni

Stækkun Hlíðarendavallar

Málsnúmer 2103181

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 961. fundur - 14.04.2021

Lagt fram bréf dagsett 13. mars 2021 frá stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar þar sem stjórnin óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um stækkun Hlíðarendavallar úr 9 holu velli í 12 holu völl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum golfklúbbsins á fund ráðsins til viðræðu um erindið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 962. fundur - 21.04.2021

Áður á dagskrá 961. fundar, 14.04. 2021. Lagt fram bréf dagsett 13. mars 2021 frá stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar þar sem stjórnin óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um stækkun Hlíðarendavallar úr 9 holu velli í 12 holu völl. Stjórnarmenn Golfklúbbs Skagafjarðar komu á fundinn og skýrðu áform klúbbsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að viljayfirlýsingu um stuðning við verkefnið og kanna hvernig málið rúmast innan skipulags.