Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

961. fundur 14. apríl 2021 kl. 12:00 - 15:06 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Undir þessum dagskrárlið tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað fulltrúar Umhverfisstofnunar, Skúli Þórðarson, Halla Einarsdóttir, Frigg Thorlacius og Kristín Kröyer. Sömuleiðis tók Arnór Halldórsson hrl., lögmaður sveitarfélagsins í þessu máli, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð lýsir vonbrigðum sínum með seinagang Umhverfisstofnunar í þessu máli sem og skort á skýrum svörum og upplýsingum um framgang málsins innan stofnunarinnar.

2.Ársreikningur 2020 - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 2104067Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2020. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi hjá KPMG ehf. fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Sveitarstjórnarfulltrúarnir Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Regína Valdimarsdóttir tóku þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki 3

Málsnúmer 2103136Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknu fjármagni til fjárfestinga eignasjóðs að fjárhæð 5.725 þús.kr. Einnig er gert ráð fyrir hjá aðalsjóði að hlutafé verði selt að nafnvirði 3.500 þús.kr. Fjármögnun er mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Stækkun Hlíðarendavallar

Málsnúmer 2103181Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 13. mars 2021 frá stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar þar sem stjórnin óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um stækkun Hlíðarendavallar úr 9 holu velli í 12 holu völl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum golfklúbbsins á fund ráðsins til viðræðu um erindið.

5.Laugaból L146191 umsókn um leyfi fyrir dæluhúsi

Málsnúmer 2103350Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 30. mars 2021 frá Friðriki Rúnari Friðrikssyni, þar sem hann sækir um leyfi til að staðsetja 4,4m2 dæluhús við borholu í landi Laugabóls L146191. Um er að ræða dæluhús vegna stofnlagnar sem er í eigu umsækjanda og verður því komið fyrir við framangreinda borholu í landi sveitarfélagsins, Laugabóls. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila framkvæmdina og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

6.Kynning óbyggðanefndar á kröfum ráðherra vegna þjóðlendna

Málsnúmer 2104042Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 30. mars 2021, þar sem nefndin kynnir kröfur fjármála- og efnahagsráðherra um þjóðlendur á svæðum sem eru til meðferðar skv. 7. mgr., 10. gr. laga nr. 58/1998.
Í ljósi þess að kröfur fjármála- og efnahagsráðherra taka til svæða við norðurmörk Eyvindarstaðaheiðar og Hraunanna er athygli þeirra sem aðild áttu að máli nr. 5/2008 hjá óbyggðanefnd á sínum tíma sértaklega vakin á kröfum fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 19. júní 2009.
Skorað er á þá sem telja til eignarréttinda á landsvæðum sem falla innan viðkomandi þjóðlendukröfusvæða fjármála- og efnahagsráðherra að lýsa kröfum skriflega í síðasta lagi 21. maí 2021 fyrir óbyggðanefnd.

7.Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um lýðheilsustefnu til ársins 2030

Málsnúmer 2104025Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. apríl 2021, frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.

8.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.

Málsnúmer 2104010Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 93/2021, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 14.04.2021.
Vísað er til tilkynningar í samráðsgátt stjórnvalda þann 31. mars sl. þar sem óskað var eftir umsögn um drög að ofangreindu frumvarpi. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að kveða á um skattskyldu aðkeyptrar akstursþjónustu verktaka við fólksflutninga vegna almenningssamgangna, þar á meðal akstur vegna skipulagaða ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra og skipulagaðan flutning skólabarna. Til að koma til móts við aukin kostnað opinberra aðila við almenningssamgöngur er lagt til að ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra fái endurgreiddan 50% af greiddum virðisaukaskatti tímabundið í þrjú ár.

Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er umfangsmikil aðkeypt akstursþjónusta vegna margra viðkvæmustu hópa samfélagsins, þ.m.t. fatlaðs fólks, aldraða og skólabarna. Er um þjónustu að ræða kostar verulegar upphæðir og því ljóst að um væri að ræða aukna skattheimtu sem nemur tugum milljóna fyrir sveitarfélagið. Ekki þarf í því ljósi að fjölyrða um umfang þessarar þjónustu hjá sveitarfélögunum í heild sinni. Byggðarráð gerir jafnframt alvarlegar athugasemdir við mat á kostnaði frumvarpsins en þar kemur fram að áhrif breytinganna á fjárhag ríkis og sveitarfélaga verði takmörkuð. Þarna er einfaldlega farið rangt með.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst með öllu gegn því að komið verði á skattskyldu aðkeyptrar akstursþjónustu verktaka.

Fundi slitið - kl. 15:06.