Fara í efni

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Málsnúmer 2103228

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 85. fundur - 22.03.2021

Lögð fram úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2021. Sveitarfélagið sendi inn tvær umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2021. Annarsvegar fyrir undirbúnings- og hönnunarvinnu við Ketubjörg á Skaga og hinsvegar fyrir hönnun á svæðinu frá smábátahöfninni á Sauðárkróki að Borgarsandi, með bílastæði og göngu- og hjólastíg í huga. Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut styrk að fjárhæð kr. 1.361.260,- fyrir verkefnið Ketubjörg - Aðgengi og öryggi ferðamanna. Markmiðið er að gera bílastæði, merkja svæðið vel, leggja göngustíga og gera öryggisráðstafanir við björgin, í samráði við landeigendur. Verkefnið um göngu- og hjólastíg fékk ekki úthlutun að þessu sinni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar styrknum og öðrum styrkjum sem úthlutað var til annarra verkefna í Skagafirði. Jafnframt hvetur nefndin fyrirtæki og einstaklinga til þess að sækja um í sjóðinn fyrir árið 2022.