Fara í efni

Ósk um leigu á landi til beitar

Málsnúmer 2103342

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 965. fundur - 05.05.2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2021 frá Elisabeth Jansen þar sem hún óskar eftir að fá að taka á leigu beitiland við Hofsós, norðan við Hofsá og vestan Siglufjarðarvegar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 219. fundur - 18.06.2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2021 frá Elisabeth Jansen þar sem hún óskar eftir að fá að taka á leigu beitiland við Hofsós, norðan við Hofsá og vestan Siglufjarðarvegar. Erindinu vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar af fundi byggðarráðs þann 5. maí 2021.
Um þetta land hefur verið til munnlegur leigusamningur sem ekki hefur verið skráður í málakerfi sveitarfélagsins og viðkomandi leiguhafi hefur greitt leigu af landinu undangengin ár.
Landbúnaðarnefnd mælist til þess við byggðarráð að erindinu verði synjað og gengið verði frá skriflegum leigusamningi við núverandi leiguhafa um landið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 971. fundur - 23.06.2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2021 frá Elisabeth Jansen þar sem hún óskar eftir að fá að taka á leigu beitiland við Hofsós, norðan við Hofsá og vestan Siglufjarðarvegar
Erindið var áður tekið fyrir á 965. fundi byggðarráðs og þá vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar. Landbúnaðarnefnd tók erindið fyrir á 219. fundi nefndarinnar og mælist til þess við byggðarráð að erindinu verði synjað og að gengið verði frá skriflegum leigusamningi við núverandi leiguhafa um landið.