Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 87
Málsnúmer 2104012F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021
Fundargerð 87. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 14. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 87 Tekið fyrir erindi frá Einar Erni Einarssyni dagsett 8. apríl 2021 varðandi nýjan tímabundinn samstarfssamning um afnot og varðveislu Víðimýrarkirkju við Þjóðminjasafn Íslands.
Atvinnu,- menningar og kynningarnefnd þakkar erindið og ábendingar sem í því koma fram varðandi umhirðu og varðveislu Víðimýrarkirkju. Það er hinsvegar ekki stjórnsýslulegt hlutverk nefndarinnar að hlutast til um starfsmannamál og er vísað til safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga að svara erindinu og leiða þau til lykta, eftir atvikum í samstarfi við aðra yfirmenn Sveitarfélagsins. Nefndin leggur áherslu á að leitað verði hagkvæmustu leiða til reksturs Byggðasafnsins en jafnframt skal gæta fyllsta öryggis og að varðveisla minja sé tryggð.
Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 87 Rætt um útfærslu á Sæluviku 2021 í ljósi gildandi samkomutakmarkana. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að halda Sæluviku 2021 dagana 25. apríl til 1. maí nk. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða með þeim hætti sem rúmast innan gildandi samkomutakmarkana. Nefndin felur starfsmönnum sínum að setja saman dagskrá og auglýsa eftir viðburðum. Dagskrá Sæluviku má nálgast á vefsvæði sveitarfélagsins (www.skagafjordur.is) þegar nær dregur. Íbúar eru hvattir til að gera sér dagamun í Sæluviku. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 87 Teknar fyrir umsóknir um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Samþykktar voru 9 umsóknir sem uppfylltu skilyrði úthlutunarreglna. Til úthlutunar voru 2.000.000 kr. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita eftirtöldum aðilum styrk:
Bjórsetur Íslands 160.000 kr
Sviðsljós ehf 160.000 kr
Studió Benmen ehf 160.000 kr
Sigfús Benediktsson 160.000 kr
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 160.000 kr
Leikfélag Sauðárkróks 300.000 kr
Karlakórinn Heimir 300.000 kr
Króksbíó 300.000 kr
Gullgengi ehf 300.000 kr
Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.