Byggðarráð Skagafjarðar - 962
Málsnúmer 2104018F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021
Fundargerð 962. fundar byggðarráðs frá 21. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Áður á dagskrá 961. fundar, 14.04. 2021. Lagt fram bréf dagsett 13. mars 2021 frá stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar þar sem stjórnin óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um stækkun Hlíðarendavallar úr 9 holu velli í 12 holu völl. Stjórnarmenn Golfklúbbs Skagafjarðar komu á fundinn og skýrðu áform klúbbsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að viljayfirlýsingu um stuðning við verkefnið og kanna hvernig málið rúmast innan skipulags. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2021 frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi undirbúning grænna iðngarða að Hafursstöðum. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í verkefnateymi sem á að vinna að frumgreiningu á þörfum, vilja og getu til að taka á móti stærri verkefnum að Hafursstöðum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Ólaf Guðmundsson verkefnastjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagt fram bréf dagsett 13. apríl 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kallar eftir upplýsingum um fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19. Einnig lagður fram tölvupóstur frá ráðuneytinu dagsettur 19. apríl 2021 með ítarlegri upplýsingum um eftir hvaða upplýsingum úr A-hluta er verið að kalla. Gögnin þurfa að berast fyrir 1. júní n.k.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármaálsviðs að senda upplýsingarnar þegar þar að kemur. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lögð fram fundargerð fundar um hönnun og endurbætur á Barðslaug að Sólgörðum, dagsett þann 8. apríl 2021. Fundinn sátu starfsmenn sveitarfélagsins og fulltrúi Sótahnjúks ehf., sem er rekstraraðili sundlaugarinnar.
Byggðarráð samþykkir að Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs verði tengiliður sveitarfélagsins við Sótahnjúk ehf. vegna framkvæmda við sundlaugina. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagt fram bréf dagsett 19. apríl 2021 frá félagsskapnum Pilsaþyt í Skagafirði, sem hefur það að markmiði að efla notkun þjóðbúninga við hin ýmsu tækifæri. Félagið hefur verið að velta fyrir sér samastað fyrir félagið þar sem töluvert umfang fylgir verkefnum félagsmanna. Borin er upp sú ósk hvort félagið gæti fengið aðstöðu í Aðalgötu 2, Sauðárkróki.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindið til umsagnar stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2021 frá Orkusetri varðandi hraðhleðslustöðvar til að þjónusta rafdrifin ökutæki og stöðu þeirra mála í sveitarfélaginu. Orkusetur er tilbúið að styðja við uppsetningu slíkra stöðva svo framalega að þeir verði opnar almenningi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
- .9 2104127 Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru ÍslandsByggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
- .10 2104137 Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnirByggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 962 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. apríl 2021 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 99/2021, "Stafrænt Ísland - stefna um stafræna þjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 28.04.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 962. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.