Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 963

Málsnúmer 2104022F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Fundargerð 963. fundar byggðarráðs frá 26. apríl 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 963 Lögð fram svohljóðandi tillaga:
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að bjóða hreppsnefnd Akrahrepps til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði. Til stuðnings sveitarfélögunum í viðræðuferlinu verði leitað liðsinnis óháðra ráðgjafa til að meta kosti og galla mögulegrar sameiningar og þau tækifæri sem í henni geta falist.Greinargerð:Mikilvægt er að vinna faglegt mat á kostum, göllum og tækifærum sem felast í sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði og sýn um þá uppbyggingu sem þarf að ráðast í til að styrkja samkeppnishæfni og búsetuskilyrði samfélagsins í Skagafirði. Lagt er til að hvort sveitarfélag um sig tilnefni fimm fulltrúa sem leiða viðræðurnar. Til stuðnings sveitarfélögunum í viðræðuferlinu verði leitað liðsinnis óháðra ráðgjafa til að meta kosti og galla mögulegrar sameiningar og sótt um fjárframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þeirrar vinnu. Jafnframt er lagt til að starfshópurinn skili af sér niðurstöðu fyrir lok ágúst 2021 og að íbúar sveitarfélaganna fái þannig tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri í kosningu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja, samhliða Alþingiskosningum 26. september næstkomandi. Með því móti er tryggt að ef af sameiningu verði hafi íbúar beggja sveitarfélaga lýðræðislega aðkomu að þeim framboðslistum sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2022.
    Tillagan er samþykkt með öllum atkvæðum. Byggðarráðið samþykkir jafnframt að fulltrúar sveitarfélagsins í viðræðunum verði byggðarráðið auk sveitarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 963. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.