Tekið fyrir erindi frá Einar Erni Einarssyni dagsett 8. apríl 2021 varðandi nýjan tímabundinn samstarfssamning um afnot og varðveislu Víðimýrarkirkju við Þjóðminjasafn Íslands. Atvinnu,- menningar og kynningarnefnd þakkar erindið og ábendingar sem í því koma fram varðandi umhirðu og varðveislu Víðimýrarkirkju. Það er hinsvegar ekki stjórnsýslulegt hlutverk nefndarinnar að hlutast til um starfsmannamál og er vísað til safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga að svara erindinu og leiða þau til lykta, eftir atvikum í samstarfi við aðra yfirmenn Sveitarfélagsins. Nefndin leggur áherslu á að leitað verði hagkvæmustu leiða til reksturs Byggðasafnsins en jafnframt skal gæta fyllsta öryggis og að varðveisla minja sé tryggð.
Atvinnu,- menningar og kynningarnefnd þakkar erindið og ábendingar sem í því koma fram varðandi umhirðu og varðveislu Víðimýrarkirkju. Það er hinsvegar ekki stjórnsýslulegt hlutverk nefndarinnar að hlutast til um starfsmannamál og er vísað til safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga að svara erindinu og leiða þau til lykta, eftir atvikum í samstarfi við aðra yfirmenn Sveitarfélagsins. Nefndin leggur áherslu á að leitað verði hagkvæmustu leiða til reksturs Byggðasafnsins en jafnframt skal gæta fyllsta öryggis og að varðveisla minja sé tryggð.