Fara í efni

Rekstraráætlun og árshlutauppgjör 2021

Málsnúmer 2104108

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 18. fundur - 15.04.2021

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir framlagða rekstraráætlun um lokun Menningarseturs Skagfirðinga og felur KOM bókhaldsþjónustu að ganga frá árshlutauppgjöri samkvæmt henni. Jafnframt samþykkir stjórn Menningarseturs Skagfirðinga eftirfarandi bókun.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir að þeir peningar sem eftir eru í sjóði við lokun árshlutauppgjörs verði færðir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með peningunum fylgir sú kvöð að Sveitarfélagið Skagafjörður sjái um að gerður verði minningarvottur um tilurð og starf Menningarseturs Skagfirðinga og það afhent Varmahlíðarskóla til varðveislu þegar fyrirhuguðum endurbótum á skólamannvirkjum í Varmahlíð verður lokið samkvæmt gjafabréfi sem stjórn Menningarseturs afhenti sveitarfélaginu í desember 2020. Verði afgangur af fjárhæðinni skal henni varið með sama hætti og þeim peningum sem þegar hafa verið afhentir sveitarfélaginu samkvæmt gjafabréfi dagsett 17. desember 2020.