Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Margrét Friðrika Guðmundsdóttir frá KOM bókhaldsþjónustu tók einnig þátt í dagskrá fundarins.
1.Ársreikningur 2020
Málsnúmer 2104107Vakta málsnúmer
Margrét Guðmundsdóttir hjá KOM bókhaldsþjónustu gerði grein fyrir ársreikningi 2020. Niðurstöður hans endurspegla þá ákvörðun stjórnar að selja eignir félagsins og gefa með skilyrðum eignir félagsins til Sveitarfélagsins Skagafjarðar samkvæmt bókun á stjórnarfundi 17. desember 2020. Ársreikningurinn hefur verið samþykktur af endurskoðendum félagsins þeim Gísla Gunnarssyni og Sigurbirni Bogasyni. Ársreikningur 2020 er samþykktur samhljóða af stjórn.
2.Rekstraráætlun og árshlutauppgjör 2021
Málsnúmer 2104108Vakta málsnúmer
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir framlagða rekstraráætlun um lokun Menningarseturs Skagfirðinga og felur KOM bókhaldsþjónustu að ganga frá árshlutauppgjöri samkvæmt henni. Jafnframt samþykkir stjórn Menningarseturs Skagfirðinga eftirfarandi bókun.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir að þeir peningar sem eftir eru í sjóði við lokun árshlutauppgjörs verði færðir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með peningunum fylgir sú kvöð að Sveitarfélagið Skagafjörður sjái um að gerður verði minningarvottur um tilurð og starf Menningarseturs Skagfirðinga og það afhent Varmahlíðarskóla til varðveislu þegar fyrirhuguðum endurbótum á skólamannvirkjum í Varmahlíð verður lokið samkvæmt gjafabréfi sem stjórn Menningarseturs afhenti sveitarfélaginu í desember 2020. Verði afgangur af fjárhæðinni skal henni varið með sama hætti og þeim peningum sem þegar hafa verið afhentir sveitarfélaginu samkvæmt gjafabréfi dagsett 17. desember 2020.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir að þeir peningar sem eftir eru í sjóði við lokun árshlutauppgjörs verði færðir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með peningunum fylgir sú kvöð að Sveitarfélagið Skagafjörður sjái um að gerður verði minningarvottur um tilurð og starf Menningarseturs Skagfirðinga og það afhent Varmahlíðarskóla til varðveislu þegar fyrirhuguðum endurbótum á skólamannvirkjum í Varmahlíð verður lokið samkvæmt gjafabréfi sem stjórn Menningarseturs afhenti sveitarfélaginu í desember 2020. Verði afgangur af fjárhæðinni skal henni varið með sama hætti og þeim peningum sem þegar hafa verið afhentir sveitarfélaginu samkvæmt gjafabréfi dagsett 17. desember 2020.
3.Ósk um slit á Menningarsetri Skagfirðinga
Málsnúmer 2104109Vakta málsnúmer
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkir að stjórnarformaður geri drög að bréfi til Sýslumanns Norðurlands vestra þar sem óskað verður eftir að félagið verði formlega lagt niður á grundvelli 6. gr. laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988, með síðari breytingum.
Fundi slitið - kl. 18:15.