Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands
Málsnúmer 2104127
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 962. fundur - 21.04.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 964. fundur - 28.04.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.
Byggðarráð fagnar því að virkjunarkostir í vindorku séu fyrir alvöru komnir inn á borð stjórnsýslunnar í landinu enda ljóst að á margan hátt getur vindorka farið vel saman með virkjun vatnsafls á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Byggðarráð telur að núverandi lagarammi, t.d. skipulagslög, lög um umhverfismat áætlana, náttúruverndarlög o.fl., tryggi að gætt verði til hins ýtrasta að umhverfissjónarmiðum þegar virkjun vindorku kemur til álita. Byggðarráð leggur því áherslu á að ekki verði gengið of langt í þeim efnum að takmarka fyrirfram nýtingu vindorku á Íslandi. Nauðsynlegt er að orkukostir sem tryggt geta dreifðum byggðum vítt og breitt um landið aðgang að tryggri raforku verði skoðaðir á faglegan og vandaðan hátt.
Byggðarráð fagnar því að virkjunarkostir í vindorku séu fyrir alvöru komnir inn á borð stjórnsýslunnar í landinu enda ljóst að á margan hátt getur vindorka farið vel saman með virkjun vatnsafls á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Byggðarráð telur að núverandi lagarammi, t.d. skipulagslög, lög um umhverfismat áætlana, náttúruverndarlög o.fl., tryggi að gætt verði til hins ýtrasta að umhverfissjónarmiðum þegar virkjun vindorku kemur til álita. Byggðarráð leggur því áherslu á að ekki verði gengið of langt í þeim efnum að takmarka fyrirfram nýtingu vindorku á Íslandi. Nauðsynlegt er að orkukostir sem tryggt geta dreifðum byggðum vítt og breitt um landið aðgang að tryggri raforku verði skoðaðir á faglegan og vandaðan hátt.