Fara í efni

Aðgengi íbúa að sorphirðustöðvum

Málsnúmer 2104128

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 179. fundur - 19.04.2021

Tillaga frá Ingu Katrínu D. Magnúsdóttur varamanns V lista um aðgengi íbúa að sorphirðustöðvum

Lagt er til að íbúar sem þess óska fái aðgangskort sem veita þeim aðgengi að helstu gámum sorphirðustöðvanna, utan opnunartíma.

Greinargerð
Nú hafa sorpgámar Sveitarfélagsins verið fjarlægðir og ætlast er til að fólk í sveitum fari sjálft með heimilissorp á sorphirðustöðvar. Íbúar hafa gagnrýnt skerta þjónustu, sérstaklega hvað varðar takmarkaða opnunartíma sorphirðustöðvanna.
Með aðgangskortum væri íbúum gefinn kostur á losa sig við sorp þegar þeim hentar, óháð opnunartíma sorphirðustöðva.
Aðgangskort væri gefið út á kennitölu og við afhendingu fengi handhafi fræðslu um flokkun sorps frá starfsmanni sorphirðustöðva, upplýsingar um æskilega umgengni um svæðið sem og með hvaða hætti fylgst er með notkun kortsins. Ítrekuð frávik frá reglum gætu þýtt afturköllun á aðgangi að svæðinu.
Mikilvægt er að unnið sé með starfsfólki sorphirðustöðvanna að útfærslu tillögunnar.

Nefndin felur sviðsstjóra að taka þessa tillögu til skoðunar í tengslum við fyrirhugað útboð í sorpmálum.