Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir
Málsnúmer 2104137
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 962. fundur - 21.04.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 964. fundur - 28.04.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
Byggðarráð tekur undir meginmarkmið frumvarpsins en bendir á að líklegt sé að þær breytingar sem gildistaka þess hefur í för með sér leiði til útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin í landinu í stað þess að kostnaður þeirra minnki. Þeim kostnaði er svo þeim ætlað að bera sem veldur mengun af völdum sorpsins, þ.e. annars vegar skattgreiðendur og hins vegar framleiðendur ákveðinna vöruflokka.
Hvað einstaka efnisþætti frumvarpsins varðar tekur byggðarráð undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.
Byggðarráð tekur undir meginmarkmið frumvarpsins en bendir á að líklegt sé að þær breytingar sem gildistaka þess hefur í för með sér leiði til útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin í landinu í stað þess að kostnaður þeirra minnki. Þeim kostnaði er svo þeim ætlað að bera sem veldur mengun af völdum sorpsins, þ.e. annars vegar skattgreiðendur og hins vegar framleiðendur ákveðinna vöruflokka.
Hvað einstaka efnisþætti frumvarpsins varðar tekur byggðarráð undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.