Aðalgata 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2104141
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 123. fundur - 16.06.2021
Róbert Óttarsson, kt. 171272-2979 sækir, f.h. Sauðárkróksbakarís ehf., kt. 560269-7309 um leyfi til að gera breytingar á Aðalgötu 3, Sauðárkróki. Fyrirhugaðar breytingar varð útlit og breytta notkun. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni kt. 051084-3149. Uppdráttur er í verki 750901, númer A-101, dagsettur 14.04.2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulgsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem húsnæðið er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við Sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur.
Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.