Ragnar Helgason kt. 090888-3239 leggur fram fyrirspurn varðandi lengingu á mön sem er við Túngötu/Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Í dag er mön meðfram Sæmundarhlíð sem drepur niður hljóð og ljósmengun vegna umferðar á Sæmundarhlíð, ásamt því að veita öryggi og skjól. Spurt er hvort sé mögulegt að fá mönina framlengda lengra upp Sæmundarhlíð ca 30 m, og inn á Túngötuna um ca 40m, skv. meðfylgjandi teikningu á loftmynd.
Mön mun mögulega valda snjósöfnun á gatnamótum, skerða útsýni og auka slysahættu. Því mun Sveitarfélagið ekki fara í þessa framkvæmd. Bent er á að lóðarhafar hafa leyfi til að loka lóðum sínum með mön/skjólbelti á sinni lóð samkvæmt ákvæði byggingarreglugerðar. Garðyrkjustjóra er falið að skoða svæði sveitarfélagsins með það í huga að planta trjám á svæðinu.
Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
Mön mun mögulega valda snjósöfnun á gatnamótum, skerða útsýni og auka slysahættu. Því mun Sveitarfélagið ekki fara í þessa framkvæmd. Bent er á að lóðarhafar hafa leyfi til að loka lóðum sínum með mön/skjólbelti á sinni lóð samkvæmt ákvæði byggingarreglugerðar. Garðyrkjustjóra er falið að skoða svæði sveitarfélagsins með það í huga að planta trjám á svæðinu.
Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.