Fara í efni

Fyrirspurn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Sólgörðum

Málsnúmer 2104222

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 965. fundur - 05.05.2021

Sveitarstjóri gerir grein fyrir fyrirliggjandi tölvupósti sem Ólöf Ýrr Atladóttir ritar f.h. Sóta Lodge 27.04. s.l. Er þar farið fram á ítarlegar upplýsingar varðandi stöðu framkvæmda við lagfæringar og breytingar á skólahúsinu að Sólgörðum úr skóla í leiguíbúðir, fundargerðir, teikningar ofl. Einnig að upplýst verði hvort könnuð hafi verið þörf fyrir viðkomandi leiguíbúðir, rekstrargrundvöll o.þ.h.
Í tilefni fyrirspurnarinnar upplýsir sveitarstjóri að unnið sé að því að setja það verk í útboð að breyta skólanum í leiguíbúðir og lagfæra utanhúss. Séruppdrættir eru í vinnslu, sem og kostnaðaráætlun. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt að veita stofnstyrk til framkvæmdarinnar en samþykkja þarf viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins áður en verkið verður boðið út.
Byggðarráð áréttar þá stefnu sem samþykkt var á 909. fundi ráðsins hinn 08.04. 2020 um að hraða eftir föngum breytingu á fasteigninni í hagkvæmt leiguhúsnæði, enda sé slíkt í samræmi við vilja íbúa í Fljótum, sem m.a. kom eindregið fram á íbúafundi hinn 28.11. 2019 sem og afstöðu Íbúa- og átthagafélags Fljóta, sem fram kom á framangreindum fundi ráðsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði vð lögmann sveitarfélagins, að því marki sem lögskylt er skv. ákvæðum upplýsingalaga. Sérstaklega verði gætt varúðar við að upplýsa um atriði sem áhrif geta haft á útboðið, m.a. m.t.t. jafnræðisreglna.