Afréttargirðing í Flókadal
Málsnúmer 2104251
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 225. fundur - 03.02.2022
Fyrirliggjandi eru gögn málsins, m.a. bréf frá Árna Pálssyni dags. 26.04. 2021 og dags. 21.07. 2021 f.h. Þóris Jóns Ásmundssonar og Margrétar Hjaltadóttur eigenda framangreindrar jarðar. Í bréfinu frá 26.04. 2021 er þess krafist að „sveitarstjórn taki málið fyrir og hlutist til um að reist verði afréttargirðing í samræmi við óskir umbjóðenda [lögmannsins] og annarra jarðeigenda í Flókadal, sbr. lög nr. 135/2001“. Í bréfinu frá 21.07. 2021 er áðurgreint erindi fyrra bréfsins ítrekað og vísað til laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil ofl., fjallskilasamþykktar og til girðingarlaga nr. 135/2001 varðandi skyldur sveitarfélagsins. Einnig er fyrirliggjandi tölvupóstur sveitarstjóra til framangreinds lögmanns dags. 25.01. 2022 þar sem honum er tilkynnt um að málið verði á dagskrá nefndarinnar nú í febrúar.
Nefndin er sammála því sem fram kemur í tölvupósti sveitarstjóra að líta svo á að umbjóðendur framangreinds lögmanns í því máli sem nú er fyrir nefndinni „séu ekki aðrir en Þórir Jón Ásmundsson og Margrét Hjaltadóttir, eigendur jarðarinnar Austari Hóls í Flókadal, þó svo að óskir annarra jarðeigenda í Flókadal beri á góma í bréfi [lögmannsins] frá 21.07. 2021“. Einnig er nefndin sammála því sem fram kemur í framangreindum tölvupósti sveitarstjóra að líta skuli svo á, m.a. í ljósi fyrri samskipta umbjóðenda framangreindra aðila við sveitarfélagið, að krafa þeirra sé „að sveitarfélagið ráðist í gerð afréttargirðingar í Flókadal í Fljótum, þar sem afréttargirðingin var áður og að ekki þurfi að taka afstöðu til annarra óska eða krafna í þessu máli“ eins og það liggur fyrir nefndinni núna.
Máli þessu svipar til máls sem var til meðferðar hjá nefndinni fyrri part ársins 2020 vegna krafna framangreindra aðila og nokkurra annarra jarðeigenda í Flókadal á árinu 2020 í tilefni af meintum ágangi búfjár á land jarða þeirra. Nefndin telur rétt að líta svo á að það mál sem nú liggur fyrir nefndinni sé ekki sama mál og þá var til meðferðar. Ekki mun hafa komið fram athugasemd frá framangreindum lögmanni við ályktun sveitarstjóra í þessa veru í framangreindum tölvupósti til lögmannsins.
Nefndin telur að framangreindir eigendur Austari Hóls eigi ekki rétt á að gera þá kröfu að reist verði umrædd afréttargirðing, sbr. framanritað. Í 6. grein girðingarlaga nr. 135/2001 kemur fram að slík krafa skuli koma frá „meiri hluti landeigenda sem eiga lönd er liggja að afrétti“ auk þess sem áskilið er að um sé að ræða girðingu milli afréttar og heimalanda þeirra sem kröfuna gera. Sama áskilnað, um að jörð þeirra er kröfu gera um girðingu vegna ágangs búfjár liggi að afrétti, er að finna í 32. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil ofl. og í 36. gr. fjallskilasamþykktar Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021. Ekki hefur verið sýnt fram á að heimaland Austari Hóls liggi að umræddum afrétti.
Er ákveðið að hafna kröfunni. Ákvörðun þessi verður send til sveitarstjórnar til staðfestingar á næsta sveitarstjórnarafundi þann 9. febrúar 2022. Ritara nefndarinnar er falið að tilkynna framangreindum lögmanni um afgreiðslu þessa.
Nefndin er sammála því sem fram kemur í tölvupósti sveitarstjóra að líta svo á að umbjóðendur framangreinds lögmanns í því máli sem nú er fyrir nefndinni „séu ekki aðrir en Þórir Jón Ásmundsson og Margrét Hjaltadóttir, eigendur jarðarinnar Austari Hóls í Flókadal, þó svo að óskir annarra jarðeigenda í Flókadal beri á góma í bréfi [lögmannsins] frá 21.07. 2021“. Einnig er nefndin sammála því sem fram kemur í framangreindum tölvupósti sveitarstjóra að líta skuli svo á, m.a. í ljósi fyrri samskipta umbjóðenda framangreindra aðila við sveitarfélagið, að krafa þeirra sé „að sveitarfélagið ráðist í gerð afréttargirðingar í Flókadal í Fljótum, þar sem afréttargirðingin var áður og að ekki þurfi að taka afstöðu til annarra óska eða krafna í þessu máli“ eins og það liggur fyrir nefndinni núna.
Máli þessu svipar til máls sem var til meðferðar hjá nefndinni fyrri part ársins 2020 vegna krafna framangreindra aðila og nokkurra annarra jarðeigenda í Flókadal á árinu 2020 í tilefni af meintum ágangi búfjár á land jarða þeirra. Nefndin telur rétt að líta svo á að það mál sem nú liggur fyrir nefndinni sé ekki sama mál og þá var til meðferðar. Ekki mun hafa komið fram athugasemd frá framangreindum lögmanni við ályktun sveitarstjóra í þessa veru í framangreindum tölvupósti til lögmannsins.
Nefndin telur að framangreindir eigendur Austari Hóls eigi ekki rétt á að gera þá kröfu að reist verði umrædd afréttargirðing, sbr. framanritað. Í 6. grein girðingarlaga nr. 135/2001 kemur fram að slík krafa skuli koma frá „meiri hluti landeigenda sem eiga lönd er liggja að afrétti“ auk þess sem áskilið er að um sé að ræða girðingu milli afréttar og heimalanda þeirra sem kröfuna gera. Sama áskilnað, um að jörð þeirra er kröfu gera um girðingu vegna ágangs búfjár liggi að afrétti, er að finna í 32. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil ofl. og í 36. gr. fjallskilasamþykktar Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021. Ekki hefur verið sýnt fram á að heimaland Austari Hóls liggi að umræddum afrétti.
Er ákveðið að hafna kröfunni. Ákvörðun þessi verður send til sveitarstjórnar til staðfestingar á næsta sveitarstjórnarafundi þann 9. febrúar 2022. Ritara nefndarinnar er falið að tilkynna framangreindum lögmanni um afgreiðslu þessa.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 421. fundur - 09.02.2022
Vísað frá 225. fundi landbúnaðarnefndar frá 3. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Forsesti gerir tillögu um að málinu sé frestað þar sem óskað hefur verið eftir fresti til andmæla. Samþykkt með níu atkvæðum.
Forsesti gerir tillögu um að málinu sé frestað þar sem óskað hefur verið eftir fresti til andmæla. Samþykkt með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022
Málið áður á dagskrá 421. fundar sveitarstjórnar þann 9. febrúar 2022. Afgreiðslu málsins frestað, þar sem óskað hafði verið eftir fresti til andmæla. Engin andmæli bárust innan umbeðins frests.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.