Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

422. fundur 09. mars 2022 kl. 16:27 - 17:22 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 2. varam.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 1. varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 1. varam.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Regína Valdimarsdóttir varaforseti stýrir fundi í fjarveru forseta Stefáns Vagns Stefánssonar.
Í upphafi fundar fór varaforseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 428 frá 8. mars sl. og fundargerð byggðarráðs nr. 1006 frá 9. mars.
Enfremur var óskað eftir að taka tvö erindindi fyrir með afbrigðum:
Brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu, sem verður dagskrárliður nr 24 og Skipan undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem verður dagskrárliður nr 25.
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 1002

Málsnúmer 2202006FVakta málsnúmer

Fundargerð 1002. fundar byggðarráðs frá 9. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1002 Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði stofnandi að fyrirhugaðri húsnæðissjálfseignarstofnun. Samþykkt er að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins eftir staðfestingu sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 1002. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1002 Grænn iðngarður í Skagafirði - greining innviða. Málið rætt og samþykkt að taka það aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 1002. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1002 Lögð fram tillaga frá VG og óháðum:
    "Eftir hvern íbúafund er gerð heildræn samantekt umræðna og hugmynda sem sett er á heimasíðu sveitarfélagsins, og því auðveldlega aðgengileg öllum íbúum.
    Framkvæmdaráætlun er unnin af sveitastjórn og starfsmönnum sveitarfélagsins útfrá niðurstöðum íbúafunda og sett á heimasíðu.
    Upplýsingar um framgöngu verkefna, mála og hugmynda íbúafunda eru sett á heimasíðu sveitarfélagsins, svo auðveldlega sé hægt að fylgjast með þróun og framkvæmd."
    Byggðarráð samþykkir að í kjölfar íbúafunda næsta hausts verði unnin greining og birting framgangs þeirra verkefna sem íbúar leggja áherslu á.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1002. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1002 Lagt fram bréf dagsett 26. janúar 2022 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi fyrir hönd Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um að halda Íslandsmót í snjócrossi þann 26. mars 2022 á skíðasvæðinu í Tindastóli. Með erindinu fylgir staðfesting á leyfi stjórnar Skíðadeildar Tindastóls fyrir mótshaldi á skíðasvæðinu. Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt. Bókun fundar Afgreiðsla 1002. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1002 Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2022 frá stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þar sem óskað er eftir að leiga á íþróttahúsinu á Sauðárkróki verði felld niður vegna fjáröflunardansleiks sem fyrirhugað er að halda um næstu páska.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja deildina um fjárhæð leigugjaldsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1002. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1002 Lögð fram bókun 298. fundar félags- og tómstundanefndar þann 13. janúar 2022:"Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2022 er daggjald notenda 1.313 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2022 verði 559 kr., samanlagt daggjald með fæði 1.872 kr. og fjarvistargjald á dag 1.313 kr. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við atkvæðagreiðsluna."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Gjaldskrá Dagdvalar aldraða 2022
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1002 Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2022 frá Bjargi íbúðafélagi varðandi samstarf um uppbyggingu leiguíbúða. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða
    samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög). Bjargi er ætlað að tryggja tekjulágum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
    Bjarg óskar eftir viðræðum um úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða. Ljóst er að þörf er á átaki í íbúðamálum fyrir tekjulága einstaklinga/fjölskyldur og er mikilvægt að sem flest bæjar- og sveitarfélög taki þátt í þessu verkefni.
    Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum Bjargs íbúðafélags á fund ráðsins. Sveitarstjóra falið að finna hentugan fundartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1002. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1002 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. febrúar 2022 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 31/2022, "Áform um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 - bætt nýting virkjana".
    Umsagnarfrestur er til og með 18.02.2022.
    Byggðarráð tekur undir meginmarkmið frumvarpsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1002. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 1003

Málsnúmer 2202010FVakta málsnúmer

Fundargerð 1003. fundar byggðarráðs frá 16. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1003 Málið áður á dagskrá 1002. fundar byggðarráðs. Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2022 frá Bjargi íbúðafélagi varðandi samstarf um uppbyggingu leiguíbúða. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög). Bjargi er ætlað að tryggja tekjulágum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Bjarg óskar eftir viðræðum um úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða. Ljóst er að þörf er á átaki í íbúðamálum fyrir tekjulága einstaklinga/fjölskyldur og er mikilvægt að sem flest bæjar- og sveitarfélög taki þátt í þessu verkefni.
    Björn Traustason framkvæmdastjóri félagsins tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið og kynnti starfsemi félagsins.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá félaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1003. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1003 Grænir iðngarðar í Skagafirði - greining innviða. Málið áður á dagskrá 1002. fundar byggðarráðs. Lögð fram verktillaga frá KPMG ehf.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við KPMG ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1003. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1003 Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 1003. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1003 Lagt fram bréf dagsett 11. febrúar 2022 frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarafélaga ohf. þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Bókun fundar Afgreiðsla 1003. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1003 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. febrúar 2022 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.
    Þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða er nú lögð fram að nýju af umhverfisráðherra en tillagan var áður lögð fram sem 853. mál á 145. þingi, sem 207. mál á 146. þingi og 370. mál á 151 þingi. Var sú þingsályktunartillaga samhljóða lokatillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur áður sent inn umsagnir um drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar. Var umsögn m.a. samþykkt var á 751. fundi byggðarráðs, dags. 3. ágúst 2016: (https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/skipulag/fundargerdir/byggdarrad-skagafjardar/3267) Einnig á 779. fundi byggðarráðs, dags. 30. mars 2017: (https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/skipulag/fundargerdir/byggdarrad-skagafjardar/3806)

    Einnig á 951. fundi byggðarráðs, dags. 3. febrúar 2021: https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/skipulag/fundargerdir/byggdarrad-skagafjardar/4835

    Það sem fram kemur í fyrri umsögnum er ítrekað hér. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill með umsögn sinni benda á að í þeirri þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram fyrir Alþingi er aðeins lagt til að 1 virkjunarkostur á vatnasviði á Norðurlandi vestra verði í orkunýtingarflokki og 1 virkjunarkostur í vindorku. Er þar um að ræða annars vegar veituleið Blönduvirkjunar og hins vegar Blöndulund, þar af aðeins um 30 MW í tiltölulega hagkvæmu vatnsafli. Í verndarflokk fara hins vegar 4 virkjunarkostir á vatnasviði á Norðurlandi vestra. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, er stjórnvöldum „ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Með öðrum orðum, nái tillaga ráðherra fram að ganga, verður með öllu óheimilt um ófyrirséða framtíð að stunda orkurannsóknir á þeim virkjunarkostum sem lagðir eru til að fari í verndarflokk á Norðurlandi vestra, nema fyrir Orkustofnun til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu, í samanburðartilgangi eða öðrum almennum tilgangi. Er grafalvarlegt að umhverfisráðherra horfi í þingsályktunartillögu sinni með öllu fram hjá þeirri staðreynd að orkuskortur hefur orðið víða um land og að virkjanir og flutnings- og dreifikerfi raforku anna ekki eftirspurn víða á landsbyggðinni. Orkuskortur kann því að hamla bæði atvinnuuppbyggingu og orkuskiptum, s.s. rafbílavæðingu. Þetta hefur raunar þegar átt sér stað á Norðurlandi vestra en áform um iðnaðaruppbyggingu á Hafursstöðum við Húnaflóa strönduðu fyrir fáeinum árum síðan á orkuöflun. Umræddur iðnaður hefði skapað á þriðja hundrað beinna starfa og svipaðan fjölda afleiddra starfa og skipt gríðarlegu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu öllu enda Hafursstaðir af mörgum orsökum einkar heppilegur staður, m.a. hvað varðar atvinnusókn og samgöngur af öllu Norðurlandi vestra. Þá hefur verið unnið að öðrum verkefnum á sviðum atvinnuuppbyggingar á svæðinu, t.a.m. hvað varðar framleiðslu koltrefja og basalttrefja í Skagafirði en þar er um að ræða afurðir orkufreks iðnaðar sem þykja henta einkar vel til umhverfisvænna lausna, s.s. í framleiðslu bíla, flugvéla, báta og vindmylluspaða. Um langt skeið hefur jafnframt verið unnið að annarri atvinnuuppbyggingu í bæði Skagafirði og Húnavatnssýslum og má þar t.d. nefna gagnaversiðnað. Enn eru ótalin tækifæri í tengslum við orkuskipti í samgöngum líkt og framleiðslu vetnis hér á landi en stjórnvöld hafa sett sér það markmið að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt hér á landi eigi síðar en árið 2030. Beinast liggur við að slíkt gerist í gegnum rafvæðingu og vetnisvæðingu samgöngutækja en til þess þarf endurnýjanlega orku í miklum mæli, í gegnum vatnsafl, jarðvarma eða vind. Öll eiga framangreind verkefni það sammerkt að krefjast tryggrar raforkuframleiðslu og orkuafhendingar. Áréttað skal hér að Alþingi hefur áður samþykkt þingsályktun um átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun, til að spyrna gegn byggðaröskun og fólksfækkun sem vart á sér hliðstæður hér á landi hin síðari ár. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir málsmeðferð verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar og ofangreindri þingsályktunartillögu sem byggðarráð telur að brjóti í bága við ákvæði laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Sé horft til hins lögbundna ferils mats á mögulegum orkunýtingarkostum, þá skal samkvæmt 4. mgr. 3. gr. sömu laga í verndar- og orkunýtingaráætlun „í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.“ Í því skyni skal skipuð verkefnisstjórn en hlutverk hennar er samkvæmt 9. gr. að „annast upplýsingasöfnun, faglegt mat, sbr. 4. mgr. 3. gr., og gerð tillagna til ráðherra vegna verndar- og orkunýtingaráætlunar og er [verkefnisstjórn] samráðsvettvangur vegna hennar. Verkefnisstjórn skal skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum sem fari yfir virkjunaráform hver frá sínum sjónarhóli, meti þá með stigagjöf og geri tillögur til verkefnisstjórnar.“ Í 10. gr. segir ennfremur að verkefnisstjórn skuli byggja „faglegt mat sitt á upplýsingum sem fyrir liggja um þætti sem taka skal tillit til í verndar- og orkunýtingaráætlun og beitir við það samræmdum viðmiðum og almennt viðurkenndum aðferðum. Vinna faghópa er lögð til grundvallar matinu.“ Verkefnisstjórn rammaáætlunar skipaði 4 faghópa og skiluðu einungis faghópar 1 og 2 fullnægjandi niðurstöðum. Niðurstöður faghóps 3 nýttust að mati verkefnisstjórnar ekki við endanlega röðun og flokkun virkjunarhugmynda og því ákvað verkefnisstjórn að meta viðfangsefni faghópsins, samfélagsleg áhrif virkjunarhugmynda, með öðrum hætti. Faghópur 4 skilaði frá sér þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjunarkosta sem til umfjöllunar væru í þessum 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Að framansögðu er ljóst að ekki liggja fyrir upplýsingar um alla þá þætti sem ber samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga nr. 48/2011 að hafa til hliðsjónar við mat á því hvort orkunýtingarkostir falli í orkunýtingarflokk eða verndarflokk. Samkvæmt 5. gr. laganna skal þá setja umrædda kosti í biðflokk en í „biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar falla virkjunarkostir sem er talið að afla þurfi frekari upplýsinga um svo meta megi á grundvelli sjónarmiða sem fram koma í 4. mgr. 3. gr. hvort þeir eigi að falla í orkunýtingarflokk eða verndarflokk.“ Torvelt getur reynst að snúa neikvæðri byggðaþróun á Norðurlandi vestra við verði með öllu útilokað að hagnýta fleiri mögulega virkjunarkosti á svæðinu. Órökrétt er með öllu að jafnframt sé óheimilt að rannsaka þá sömu kosti til fulls með tilliti til heildstæðs hagsmunamats. Er það beinlínis andstætt lögum og tilgangi rammaáætlunar þar sem þeirri greiningarvinnu sem liggja á til grundvallar flokkun virkjanakostanna er mjög ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Að mati meirihluta byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar er útilokað að setja mögulega virkjunarkosti í Skagafirði í verndarflokk án þess að ráðist sé í mun viðameiri rannsóknir og mat á áhrifum þeirra á náttúru og samfélag í Skagafirði og nágrenni og að þar séu rekjanlegar og gagnsæjar niðurstöður allra faghópa rammaáætlunar hafðar til hliðsjónar. Meirihluti byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer því fram á að Alþingi breyti framkominni þingsályktunartillögu á þann veg að Skagafjarðarvirkjanir fari í biðflokk rammaáætlunar og verði þar með rannsakaðar til fulls, sem aftur verði grundvöllur ákvarðanatöku síðar meir um hvort þessir kostir verði hagnýttir til orkuöflunar eða þeir látnir njóta verndar.
    Gísli Sigurðsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir samþykkja ofangreinda bókun. Ólafur Bjarni Haraldsson (L) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) situr hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar og leggur fram svohljóðandi bókun:
    Í rökstuðningi faghóps hvað varðar Héraðsvötn segir: ’Vatnasvið Héraðsvatna er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga og þá er virkjunarkosturinn Skatastaðavirkjun C með næsthæstu áhrifaeinkunn allra virkjunarkosta sem faghópurinn fjallaði um. Virkjunarkosturinn er á svæði sem er óbyggt víðerni samkvæmt lagalegri skilgreiningu og virkjun á svæðinu mundi hafa í för með sér umtalsvert rask á hálendi, svo og á sífrerarústum og fleiri fyrirbærum sem Íslendingar bera alþjóðlega ábyrgð á. Virkjun mundi slíta sundur vistkerfi og samfélög lífvera, hafa mikil neikvæð áhrif á vistgerðir með verulegt verndargildi samkvæmt náttúruverndarlögum og valda mikilli röskun vegna breytinga á rennsli og framburði, sérstaklega á flæðiengjum sem hafa mikið vistfræðilegt gildi og eru þær umfangsmestu á landinu. Þá gætu framkvæmdirnar spillt stórum minjaheildum í Austur- og Vesturdal frá árunum 870?1400, sem jafnvel eru einstakar á heimsvísu. Einnig yrði mikil skerðing á sjónrænni fjölbreytni og á fágætum landslagsgerðum. Í niðurstöðum faghóps 2 kemur fram að jökulsárnar í Skagafirði séu bestu ár á landinu, og jafnvel í Evrópu, til flúðasiglinga og að Jökulsá eystri sé sú eina á landinu þar sem hægt er að fara í tveggja daga siglingu. Árnar séu því mjög mikilvægar fyrir ferðaþjónustu bæði á landsvísu og í héraði. Virkjun þessara vatnsfalla mundi því í raun hafa meiri áhrif en meðaltal áhrifaeinkunna faghópsins gefur til kynna.’
    VG og óháð fagna tillögu faghóps þess efnis að Héraðsvötn verði færð í verndarflokk með ofangreindum rökum. Héraðsvötnin eru verðmæt náttúruauðlind fyrir héraðið og koma til með að auka verðmæti sitt óspillt til framtíðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1003. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með 5 atkvæðum.

    Fulltrúar Vg og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar og ítreka bókun Vg frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
    Í rökstuðningi faghóps hvað varðar Héraðsvötn segir: ’Vatnasvið Héraðsvatna er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga og þá er virkjunarkosturinn Skatastaðavirkjun C með næsthæstu áhrifaeinkunn allra virkjunarkosta sem faghópurinn fjallaði um. Virkjunarkosturinn er á svæði sem er óbyggt víðerni samkvæmt lagalegri skilgreiningu og virkjun á svæðinu mundi hafa í för með sér umtalsvert rask á hálendi, svo og á sífrerarústum og fleiri fyrirbærum sem Íslendingar bera alþjóðlega ábyrgð á. Virkjun mundi slíta sundur vistkerfi og samfélög lífvera, hafa mikil neikvæð áhrif á vistgerðir með verulegt verndargildi samkvæmt náttúruverndarlögum og valda mikilli röskun vegna breytinga á rennsli og framburði, sérstaklega á flæðiengjum sem hafa mikið vistfræðilegt gildi og eru þær umfangsmestu á landinu. Þá gætu framkvæmdirnar spillt stórum minjaheildum í Austur- og Vesturdal frá árunum 870?1400, sem jafnvel eru einstakar á heimsvísu. Einnig yrði mikil skerðing á sjónrænni fjölbreytni og á fágætum landslagsgerðum. Í niðurstöðum faghóps 2 kemur fram að jökulsárnar í Skagafirði séu bestu ár á landinu, og jafnvel í Evrópu, til flúðasiglinga og að Jökulsá eystri sé sú eina á landinu þar sem hægt er að fara í tveggja daga siglingu. Árnar séu því mjög mikilvægar fyrir ferðaþjónustu bæði á landsvísu og í héraði. Virkjun þessara vatnsfalla mundi því í raun hafa meiri áhrif en meðaltal áhrifaeinkunna faghópsins gefur til kynna. VG og óháð fagna tillögu faghóps þess efnis að Héraðsvötn verði færð í verndarflokk með ofangreindum rökum. Héraðsvötnin eru verðmæt náttúruauðlind fyrir héraðið og koma til með að auka verðmæti sitt óspillt til framtíðar.

    Fulltrúar Byggðalista, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn F Úlfarsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Framsókar og Sjálfstæðisflokks, óska bókað að þau ítreki sína bókun svohljóðandi.

    Þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða er nú lögð fram að nýju af umhverfisráðherra en tillagan var áður lögð fram sem 853. mál á 145. þingi, sem 207. mál á 146. þingi og 370. mál á 151 þingi. Var sú þingsályktunartillaga samhljóða lokatillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur áður sent inn umsagnir um drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar. Var umsögn m.a. samþykkt var á 751. fundi byggðarráðs, dags. 3. ágúst 2016: (https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/skipulag/fundargerdir/byggdarrad-skagafjardar/3267) Einnig á 779. fundi byggðarráðs, dags. 30. mars 2017: (https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/skipulag/fundargerdir/byggdarrad-skagafjardar/3806)
    Einnig á 951. fundi byggðarráðs, dags. 3. febrúar 2021: https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/skipulag/fundargerdir/byggdarrad-skagafjardar/4835
    Það sem fram kemur í fyrri umsögnum er ítrekað hér. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill með umsögn sinni benda á að í þeirri þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram fyrir Alþingi er aðeins lagt til að 1 virkjunarkostur á vatnasviði á Norðurlandi vestra verði í orkunýtingarflokki og 1 virkjunarkostur í vindorku. Er þar um að ræða annars vegar veituleið Blönduvirkjunar og hins vegar Blöndulund, þar af aðeins um 30 MW í tiltölulega hagkvæmu vatnsafli. Í verndarflokk fara hins vegar 4 virkjunarkostir á vatnasviði á Norðurlandi vestra. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, er stjórnvöldum „ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Með öðrum orðum, nái tillaga ráðherra fram að ganga, verður með öllu óheimilt um ófyrirséða framtíð að stunda orkurannsóknir á þeim virkjunarkostum sem lagðir eru til að fari í verndarflokk á Norðurlandi vestra, nema fyrir Orkustofnun til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu, í samanburðartilgangi eða öðrum almennum tilgangi. Er grafalvarlegt að umhverfisráðherra horfi í þingsályktunartillögu sinni með öllu fram hjá þeirri staðreynd að orkuskortur hefur orðið víða um land og að virkjanir og flutnings- og dreifikerfi raforku anna ekki eftirspurn víða á landsbyggðinni. Orkuskortur kann því að hamla bæði atvinnuuppbyggingu og orkuskiptum, s.s. rafbílavæðingu. Þetta hefur raunar þegar átt sér stað á Norðurlandi vestra en áform um iðnaðaruppbyggingu á Hafursstöðum við Húnaflóa strönduðu fyrir fáeinum árum síðan á orkuöflun. Umræddur iðnaður hefði skapað á þriðja hundrað beinna starfa og svipaðan fjölda afleiddra starfa og skipt gríðarlegu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu öllu enda Hafursstaðir af mörgum orsökum einkar heppilegur staður, m.a. hvað varðar atvinnusókn og samgöngur af öllu Norðurlandi vestra. Þá hefur verið unnið að öðrum verkefnum á sviðum atvinnuuppbyggingar á svæðinu, t.a.m. hvað varðar framleiðslu koltrefja og basalttrefja í Skagafirði en þar er um að ræða afurðir orkufreks iðnaðar sem þykja henta einkar vel til umhverfisvænna lausna, s.s. í framleiðslu bíla, flugvéla, báta og vindmylluspaða. Um langt skeið hefur jafnframt verið unnið að annarri atvinnuuppbyggingu í bæði Skagafirði og Húnavatnssýslum og má þar t.d. nefna gagnaversiðnað. Enn eru ótalin tækifæri í tengslum við orkuskipti í samgöngum líkt og framleiðslu vetnis hér á landi en stjórnvöld hafa sett sér það markmið að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt hér á landi eigi síðar en árið 2030. Beinast liggur við að slíkt gerist í gegnum rafvæðingu og vetnisvæðingu samgöngutækja en til þess þarf endurnýjanlega orku í miklum mæli, í gegnum vatnsafl, jarðvarma eða vind. Öll eiga framangreind verkefni það sammerkt að krefjast tryggrar raforkuframleiðslu og orkuafhendingar. Áréttað skal hér að Alþingi hefur áður samþykkt þingsályktun um átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun, til að spyrna gegn byggðaröskun og fólksfækkun sem vart á sér hliðstæður hér á landi hin síðari ár. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir málsmeðferð verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar og ofangreindri þingsályktunartillögu sem byggðarráð telur að brjóti í bága við ákvæði laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Sé horft til hins lögbundna ferils mats á mögulegum orkunýtingarkostum, þá skal samkvæmt 4. mgr. 3. gr. sömu laga í verndar- og orkunýtingaráætlun „í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.“ Í því skyni skal skipuð verkefnisstjórn en hlutverk hennar er samkvæmt 9. gr. að „annast upplýsingasöfnun, faglegt mat, sbr. 4. mgr. 3. gr., og gerð tillagna til ráðherra vegna verndar- og orkunýtingaráætlunar og er [verkefnisstjórn] samráðsvettvangur vegna hennar. Verkefnisstjórn skal skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum sem fari yfir virkjunaráform hver frá sínum sjónarhóli, meti þá með stigagjöf og geri tillögur til verkefnisstjórnar.“ Í 10. gr. segir ennfremur að verkefnisstjórn skuli byggja „faglegt mat sitt á upplýsingum sem fyrir liggja um þætti sem taka skal tillit til í verndar- og orkunýtingaráætlun og beitir við það samræmdum viðmiðum og almennt viðurkenndum aðferðum. Vinna faghópa er lögð til grundvallar matinu.“ Verkefnisstjórn rammaáætlunar skipaði 4 faghópa og skiluðu einungis faghópar 1 og 2 fullnægjandi niðurstöðum. Niðurstöður faghóps 3 nýttust að mati verkefnisstjórnar ekki við endanlega röðun og flokkun virkjunarhugmynda og því ákvað verkefnisstjórn að meta viðfangsefni faghópsins, samfélagsleg áhrif virkjunarhugmynda, með öðrum hætti. Faghópur 4 skilaði frá sér þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjunarkosta sem til umfjöllunar væru í þessum 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Að framansögðu er ljóst að ekki liggja fyrir upplýsingar um alla þá þætti sem ber samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga nr. 48/2011 að hafa til hliðsjónar við mat á því hvort orkunýtingarkostir falli í orkunýtingarflokk eða verndarflokk. Samkvæmt 5. gr. laganna skal þá setja umrædda kosti í biðflokk en í „biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar falla virkjunarkostir sem er talið að afla þurfi frekari upplýsinga um svo meta megi á grundvelli sjónarmiða sem fram koma í 4. mgr. 3. gr. hvort þeir eigi að falla í orkunýtingarflokk eða verndarflokk.“ Torvelt getur reynst að snúa neikvæðri byggðaþróun á Norðurlandi vestra við verði með öllu útilokað að hagnýta fleiri mögulega virkjunarkosti á svæðinu. Órökrétt er með öllu að jafnframt sé óheimilt að rannsaka þá sömu kosti til fulls með tilliti til heildstæðs hagsmunamats. Er það beinlínis andstætt lögum og tilgangi rammaáætlunar þar sem þeirri greiningarvinnu sem liggja á til grundvallar flokkun virkjanakostanna er mjög ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Að mati meirihluta byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar er útilokað að setja mögulega virkjunarkosti í Skagafirði í verndarflokk án þess að ráðist sé í mun viðameiri rannsóknir og mat á áhrifum þeirra á náttúru og samfélag í Skagafirði og nágrenni og að þar séu rekjanlegar og gagnsæjar niðurstöður allra faghópa rammaáætlunar hafðar til hliðsjónar. Meirihluti byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer því fram á að Alþingi breyti framkominni þingsályktunartillögu á þann veg að Skagafjarðarvirkjanir fari í biðflokk rammaáætlunar og verði þar með rannsakaðar til fulls, sem aftur verði grundvöllur ákvarðanatöku síðar meir um hvort þessir kostir verði hagnýttir til orkuöflunar eða þeir látnir njóta verndar.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1003 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 9. febrúar 2022 frá innviðaráðuneytinu varðandi auglýsingu um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka ákvarðanir sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum samþykkta þeirra um stjórn sveitarfélaga, sem mæla fyrir framkvæmd fjarfunda, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.
    Sveitarstjórnum er heimilt að taka þessar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum með rafrænum hætti. Heimild þessi öðlast gildi 2. febrúar og gildir til 31. mars 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1003. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 1004

Málsnúmer 2202014FVakta málsnúmer

Fundargerð 1004. fundar byggðarráðs frá 23. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1004 Lagt fram bréf dagsett 14. febrúar 2022 frá félaginu Pilsaþyt í Skagafirði varðandi ósk um að fá aðstöðu í "gamla bæjarþingsalnum", Aðalgötu 2, Sauðárkróki í ótilgreindan tíma fyrir félagsmenn til að sinna saumaskap sínum.
    Byggðarráð samþykkir ósk félagsins fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að gera leigusamning þar um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1004. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1004 Lögð fram bókun 188. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 10. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir samráði við skiplags- og byggingarnefnd og byggðarráð um stækkun núverandi námusvæðis á Gránumóum til austurs.
    Byggðarráð samþykkir að heimila fyrirhugaða stækkun námusvæðisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1004. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1004 Breyting á reglugerð nr. 1212/2015. Um er að ræða frestun gildistöku reglugerðar nr. 230/2021 um eitt ár.
    Skv. reglugerð nr. 230/2021 ber sveitarfélögum að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins í samantekin reikningsskil sín m.v. hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins. Gildir þetta um einstaka liði rekstrar og efnahags óháð stærð eignarhlutarins. Skv. reglugerðinni skyldi þessi breyting taka gildi þegar á árinu 2021 og eiga við ársreikning þess árs og fjárhagsáætlun 2022 og svo áfram.
    Með hinni nýju reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní nk.
    Byggðarráð samþykkir að nýta umrædda heimild og að breytingin taki gildi árið 2022. Einnig felur byggðarráð sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2022 sem komi til afgreiðslu sveitarstjórnar í síðasta lagi í maí n.k.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1004. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1004 Lögð fram umsókn frá Mælifelli, frímúrarastúku, dagsett 15. febrúar 2022 um lækkun fasteignaskatts 2022 vegna fasteignarinnar F2256680, Borgarmýri 1A, Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.
    Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1004. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1004 Lagðar fram reglur um viðveruskráningu. Reglur þessar ná til allra starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Allir starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skulu nota viðverukerfið VinnuStund vegna allrar vinnu/verkefna á vegum sveitarfélagsins. Undanþágu vegna þessa getur einungis mannauðsstjóri veitt með samþykki viðkomandi sviðsstjóra.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar að bóka eftirfarandi og leggur fram svohljóðandi tillögu:
    Nauðsynlegt er að halda með einhverjum hætti utan um fjarvistir, frítökurétt og annað er varðar réttindi starfsmanna sveitarfélagsins. En starfsumhverfi starfsmannanna er mismunandi og því nauðsynlegt að sýna sveigjanleika, rétt eins og starfsmenn hafa sannarlega sýnt sveigjanleika í heimsfaraldri.

    VG og óháð leggja til að grein 4. í reglum um vinnustund verði:
    Viðvera er skráð í kerfið með stimpilklukku/tölvu/síma þegar vinna hefst og þegar vinnu lýkur.
    Byggðarráð hafnar breytingartillögu VG og óháðra og samþykkir reglur um viðveru eins og þær eru fram lagðar. Þessar reglur verða endurskoðaðar í framhaldi af þróun kerfisins og lausna þess sem tiltækar eru á hverjum tíma.
    Álfhildur Leifsdóttir situr hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Reglur um viðveruskráningu
    Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1004 Erindinu vísað frá 177. fundi fræðslunefndar þann 16. febrúar 2022 þar sem nefndin bókaði svo: "Drög að endurskoðuðum reglum um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Efnislegar breytingar á reglunum snúa fyrst og fremst að 6. grein þar sem leitast er við að skýra betur í hvaða tilvikum foreldrar geta sótt um að börn þeirra njóti forgangs í leikskólann. Að öðru leyti er um orðalagsbreytingar að ræða. Nefndin samþykkir breytingarnar og vísar þeim til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Reglur un innritun barna á leikskóla.
    Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1004 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. febrúar 2022 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. febrúar n.k.
    Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að tryggja öruggt farsíma- og Tetrasamband á þjóðvegum landsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1004. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1004 Lögð fram til kynningar svohljóðandi bókun 177. fundar fræðslunefndar þann 16. febrúar 2022: "Drög að endurskoðuðum verklagsreglum vegna barna starfsfólks í leikskóla lagðar fram. Í reglunum er leitast við að skýra betur forsendur þess að börn starfsmanna geti átt rétt á forgangi um pláss í leikskóla og ítrekað að slíkur forgangur sé alltaf á forsendum þarfar viðkomandi starfsstöðvar. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar þeim til byggðarráðs."
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1004. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 1005

Málsnúmer 2202020FVakta málsnúmer

Fundargerð 1005. fundar byggðarráðs frá 2. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar. Byggðarráð lýsir yfir fullum stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga sama efnis. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu - 2203021 Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldtöku fyrir vistun barna tímabilið 29. janúar til 25. febrúar 2022 vegna sóttkvíar og einangunar skv. fyrirskipun yfirvalda vegna Covid-19 veirunnar. Greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla og frístund. Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, mál 2022-005189, dagsett 21. febrúar 2022. Óskað er eftir umsögn um umsókn um tækifærisleyfi í Félagsheimilinu Árgarði vegna góugleði þann 12. mars 2022. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 39/2022, Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun þannig að stækkanir á virkjunum sem þegar eru í rekstri verði undanskildar ferli rammaáætlunar.
    Byggðarráð tekur undir meginmarkmið frumvarpsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 42/2022, Breyting á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.
    Samkvæmt lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar eiga íbúar á svæðum sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma rétt á niðurgreiðslu kostnaðar við hitun íbúðarhúsnæðis. Fjárhæð slíkra styrkja skal jafngilda átta ára áætluðum niðurgreiðslum sem lækka í réttu hlutfalli við orkusparnað tengdan umhverfisvænni orkuöflun og/eða aðgerðum sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun. Þannig þarf notandi að leggja fram upplýsingar um orkunotkun síðustu fimm ára, meta sjálfur tæknilegan ávinning framkvæmdarinnar, lækka niðurgreiðslustuðul sinn út frá eigin áhættumati og meta aukna raforkunotkun til framtíðar til að forðast óþarfa kostnað. Með frumvarpinu er lagt til að slíkur styrkur nemi helmingi af kostnaði við kaup á búnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar, svo sem varmadælu, og að endurgreiðslur notenda verði ekki skertar.
    Byggðarráð fagnar frumvarpinu og lýsir yfir stuðningi við framgöngu þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022, þar sem kynnt er starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2022. Nefndin telur mikilvægt að sveitarstjórnir séu upplýstar um helstu áhersluatriði hennar til að hægt sé að hafa þau til hliðsjónar.
    Á árinu 2022 verða eftirfarandi aðgerðir framkvæmdar vegna eftirlits með fjármálum sveitarfélaga:
    1. Yfirferð ársreikninga 2021 og samanburður við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga og fjárhagsleg viðmið EFS.
    2. Yfirferð fjárhagsáætlunar 2022-2025 og samanburður við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga og fjárhagsleg viðmið EFS.
    3. Yfirferð á endurskoðunarskýrslum 2021 en þar koma fram upplýsingar um fjármál og fjármálastjórn og lúta að hlutverki EFS í 79. gr. sveitarstjórnarlaga um almennt eftirlit með að þessir þættir séu í samræmi við lög og reglur.
    4. Yfirferð á fjárhagslegum samskiptum milli A- og B-hluta.
    5. Yfirferð á fjármálum A-hluta með tilliti til fjárhagslegra viðmiða sveitarstjórnarlaga og samspils við B-hluta fyrirtæki.
    6. Yfirferð skuldbindingayfirlits og framsetning þess í ársreikning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Lagður fram til kynningar tölvupóstur, dags. 21. febrúar 2022, frá Ríkislögreglustjóra og sviðsstjóra almannavarna stofnunarinnar. Þar kemur fram að almannavarnir eru að hrinda af stað rafrænu eftirliti með stöðu almannavarnastarfs í vefgátt. Könnunin er liður í starfi Almannavarna ríkislögreglustjóra til að uppfylla kröfur í 7. gr. laga um almannavarnir þar sem segir að ríkislögreglustjóri hafi eftirlit með almannavörnum sveitarfélaga. Ætlunin er að gera sambærilega könnun árlega sem hluta af virku eftirliti og samvinnu með almannavörnum sveitarfélaga.
    Í fyrsta áfanga er könnunin gerð hjá sveitarfélögunum en á næstu árum verður umfang könnunarinnar útvíkkað og hún gerð hjá öllum þeim sem eiga að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli, viðbragðsáætlanir og sinna æfingum. Könnunin tekur á þeim ákvæðum í almannavarnalögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, sem varða sveitarfélög með útgangspunkt í því að í hverju sveitarfélagi starfar almannavarnanefnd sem vinnur að gerð hættumats og viðbragðsáætlana.
    Í bréfinu er jafnframt óskað eftir tengilið sveitarfélagsins sem fær það hlutverk að vera ábyrgur aðili innan viðkomandi starfsemi til að staðfesta svör sveitarfélagsins. Tengiliður Sveitarfélagsins Skagafjarðar er Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar sem jafnframt er formaður Almannavarnarnefndar Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 1006

Málsnúmer 2203008FVakta málsnúmer

Fundargerð 1006. fundar byggðarráðs frá 9. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar fordæmingu á innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar.
    Sveitarfélagið Skagafjörður lýsir yfir vilja sínum til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við flóttamannanefnd til að koma þeim vilja á framfæri, afla frekari upplýsinga um samninga um móttöku flóttamanna og stilla saman strengi með stjórnvöldum. Sveitarfélagið Skagafjörður samþykkir jafnframt að kanna mögulegt framboð húsnæðis fyrir flóttamenn í sveitarfélaginu og auglýsa m.a. eftir slíku húsnæði frá einkaaðilum og félagasamtökum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Skipan undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Byggðarráð samþykkir að fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sigfús Ingi Sigfússon.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Skipan undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar - 2202296. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar.
    Málið rætt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lögð fram svohljóðandi bókun 350. fundar bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga frá 2. mars 2022.
    "Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur sveitarfélög landsins og Samband íslenskra sveitarfélaga til að veita umsögn og taka afstöðu til frumvarps til laga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2 í lofti í sveitarfélaginu. Með frumvarpi þessu er gengið gegn grundvallaratriði stjórnskipunar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum.
    Verði þetta frumvarp að lögum mun það verða fordæmisgefandi og ógna sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga um ókomna tíð. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga skorar á önnur sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga að standa vörð um lögvarið skipulagsvald sveitarfélaga.
    Það skal skýrt tekið fram að Sveitarfélagið Vogar er ekki andvígt lagningu Suðurnesjalínu 2 og telur mikilvægt að auka afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Sveitarfélagið Vogar leggur áherslu á það sé að fara eftir þeirri umgjörð sem valkostagreiningin bauð upp á og vill að línan verði lögð í jörðu."
    Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lögð fram afskriftarbeiðni frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 1. mars 2022, númer 202203011153115 AFBF, fyrnd þing- og sveitarsjóðsgjöld. Höfuðstóll 2.042 kr. og dráttarvextir 32.314 kr., samtals 34.356 kr.
    Byggðarráð samþykkir að afskrifa kröfuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 28. febrúar 2022, varðandi meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Sambandið ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu hefur sett á laggirnar verkefnið "Samtaka um hringrásarhagkerfið" til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þessar miklu breytingar. Verkefninu er skipt í þrjá verkhluta. Sambandið efnir til upphafsfundar allra verkefnanna þann 16. mars 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. mars 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 53/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)". Umsagnarfrestur er til og með 15.03.2022.
    Byggðarráð fagnar þeim breytingum sem fram koma í frumvarpinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Tekið fyrir erindi frá útgerðarmönnum sem stundað hafa grásleppuveiðar síðustu ár og áratugi frá Skagafirði en áhersla þeirra er sú að veiðistýring á grásleppu fari fram með úthlutun aflahlutdeildar. Málið er jafnframt tengt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál á 152. löggjafarþingi 2021-2022, sem atvinnuveganefnd Alþingis hefur sent út til umsagnar.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur áherslu á að sú stýring sem verið hefur á grásleppuveiðum, með heildarafla og stöðvun veiða þegar þeim afla er náð, hefur ekki reynst farsæl og leitt til mikillar samkeppni um að ná sem mestum afla sem fyrst á veiðitímabili af ótta við stöðvun veiða. Þess konar stýring kann einnig að leiða til að ekki sé gætt fyllsta öryggis við veiðar og jafnframt er meiri hætta en ella á veiðarfæratjóni vegna veðurskilyrða.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur áherslu á að hvers kyns stýring á veiðum grásleppu verði byggð á vönduðum rannsóknum og áreiðanlegum gögnum um stofnstærð og að haft verði að leiðarljósi að sjálfbær nýting til framtíðar verði tryggð. Það er einnig mikilvægt að stýring stuðli að hagkvæmni veiða og að sjómenn geti skipulagt veiðar með tilliti til aðstæðna og hagkvæmni. Jafnframt er mikilvægt að veiðistýring verði með þeim hætti að hún hafi ekki óeðlileg áhrif á verðmyndun afurða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • 5.9 2203050 Ársþing SSNV 2021
    Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. mars 2022 frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þar sem boðað er til 30. ársþings SSNV þann 1. apríl 2022 í Menningarhúsinu Miðgarði. Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

6.Félags- og tómstundanefnd - 299

Málsnúmer 2202005FVakta málsnúmer

Fundargerð 299. fundar félags- og tómstundanefndar frá 10. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 6.1 2201287 Hvatapeningar 2022
    Félags- og tómstundanefnd - 299 Lagt fram yfirlit yfir greidda Hvatapeninga og fjölda iðkenda á árunum 2017-2021. Ánægjulegt er að sjá að íþrótta- og tómstundaiðkun barna og ungmenna hefur aukist á þessu árabili. Áhugavert verður að sjá fjölda iðkenda í árslok þegar hækkun Hvatapeninga upp í 40.000 er að fullu komin til framkvæmda. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 299 Lagt fram erindi frá Bertínu Rodriguez þar sem farið er fram á að reglur um Hvatapeninga verði endurskoðaðar með það að markmiði að lækka aldursviðmið fyrir kaup á kortum í líkamsræktarstöðvum. Reglurnar eins og þær eru nú gera ráð fyrir að einungis 17-18 ára börn geti keypt slík kort og fengið Hvatapeninga á móti, en fyrir yngri börn eru skilyrði fyrir greiðslu Hvatapeninga þau að um sé að ræða skipulagt íþrótta- og frístundastarf undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara eða leiðbeinenda.
    Erindinu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 299 Frístundastjóri kynnti vinnuskjal sem sýnir þá styrki sem sveitarfélagið veitir frjálsum félagasamtökum, s.s. íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Um er að ræða þrenns konar styrki, beina styrki til félagasamtaka t.d. vegna barna- og unglingastarfs, styrki í formi afnota af húsnæði eða öðrum mannvirkjum í eigu sveitarfélagsins og í þriðja lagi styrki þar sem vinnuframlag kemur á móti svo sem sláttur á sumrin o.fl. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 299 Umræða um hjólabrettapalla tekin upp að nýju. Nú er lagt til að þeir verði í suðausturhorni lóðar við Árskóla. Sviðsstjóra og frístundastjóra falið að koma málinu áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 299 Lögð fram kynning vegna skuggakosninga í elstu bekkjum grunnskóla og yngstu árgöngum framhaldsskóla í tilefni af kosningum um sameiningu sveitarfélaganna í Skagafirði sem fram fara þann 19. febrúar n.k. Skuggakosningarnar fara fram í næstu viku. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 299 Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi. Um er að ræða tillögu um að bæta verklag í upplýsingamiðlun á milli kerfa en til þess þarf rýmri lagaheimildir. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 299 Lagt fram til kynningar bréf frá Umboðsmanni barna þar sem áréttað er mikilvægi þess að sveitarfélögum beri skylda til að leggja sérstakt mat á áhrif ákvarðana á börn sem teknar eru á vettvangi þeirra, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 299 Eitt mál tekið fyrir. Synjað. Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 299. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 177

Málsnúmer 2202008FVakta málsnúmer

Fundargerð 177. fundar fræðslunefndar frá 16. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 177 Drög að endurskoðuðum reglum um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Efnislegar breytingar á reglunum snúa fyrst og fremst að 6. grein þar sem leitast er við að skýra betur í hvaða tilvikum foreldrar geta sótt um að börn þeirra njóti forgangs í leikskólann. Að öðru leyti er um orðalagsbreytingar að ræða. Nefndin samþykkir breytingarnar og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar fræðslunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 177 Drög að endurskoðuðum verklagsreglum vegna barna starfsfólks í leikskóla lagðar fram. Í reglunum er leitast við að skýra betur forsendur þess að börn starfsmanna geti átt rétt á forgangi um pláss í leikskóla og ítrekað að slíkur forgangur sé alltaf á forsendum þarfar viðkomandi starfsstöðvar. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar fræðslunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 177 Lagt fram erindi frá Umboðsmanni barna um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og svar menntamálaráðuneytisins við því. Í bréfi UB er bent á að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og jafnframt bent á að kröfur þær sem aðalnámskrá gerir um hæfniviðmið séu langt umfram það sem nauðsynlegt megi telja til að geta útskrifast úr grunnskóla. Ráðuneytið er hvatt til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í svari ráðuneytisins kemur fram að framundan sé endurskoðun greinasviða aðalnámskrár og að ábendingar UB verði hafðar til hliðsjónar við þá endurskoðun. Málið verður skoðað áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar fræðslunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 177 Lagðar fram til kynningar ýmsar tölulegar upplýsingar úr Skólavoginni en þar er haldið utan um árlegan kostnað sveitarfélaga við rekstur leik- og grunnskóla. Samanburður er gerður út frá ýmsum breytum skólastarfs. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar fræðslunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 177 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr nemendakönnun 6.-10. bekkjar grunnskóla í Skagafirði sem framkvæmd er af Skólapúlsinum. Skólapúlsinn gerir árlegar kannanir meðal nemenda, starfsfólks og foreldra grunnskólabarna. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar fræðslunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 177 Fræðslusjóri upplýsti um að búið væri að stofna teymi í öllum grunnskólum Skagafjarðar í samræmi við Aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu áreiti. Aðgerðaáætlun þessi er sett í kjölfar þingsályktunar um efnið og kostað af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga hýsir verkefnið og mun skipuleggja námskeið og útbúa fræðsluefni fyrir alla starfsmenn grunnskóla á Íslandi. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar fræðslunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 177 Lagt fram til kynningar bréf frá Umboðsmanni barna þar sem áréttað er að sveitarfélögum beri skylda til að leggja sérstakt mat á áhrif ákvarðana á börn sem teknar eru á vettvangi þeirra, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar fræðslunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 177 Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilsofbeldi á milli kerfa. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar fræðslunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 425

Málsnúmer 2202013FVakta málsnúmer

Fundargerð 425. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 425 Fulltrúar VSÓ ráðgjafar lögðu fram viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar við tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breytingar á tillögu felast fyrst og fremst í að skerpt er á stefnu í ákveðnum málaflokkum, nánari útfærslu varðandi landnotkunarflokka, vegi í náttúru Íslands og efnisnámur/efnistökusvæði.
    Nefndin fellst á viðbrögðin og felur skipulagsfulltrúa að senda bréf til þeirra aðila sem leita þarf umsagna hjá.
    Jafnframt er skipulagsfulltrúa og VSÓ ráðgjöf falið að vinna áfram að úrvinnslu athugasemda Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvarðanir nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 426

Málsnúmer 2202015FVakta málsnúmer

Fundargerð 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Fulltrúar VSÓ ráðgjafar lögðu fram viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar við tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breytingar á tillögu felast fyrst og fremst í að skerpt er á stefnu í ákveðnum málaflokkum, nánari útfærslu varðandi landnotkunarflokka, vegi í náttúru íslands og efnisnámur/efnistökusvæði.
    Nefndin fellst á viðbrögðin og felur skipulagsfulltrúa og VSÓ ráðgjöf að vinna áfram að úrvinnslu athugasemda Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvarðanir nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Lagður var fram til kynningar og umræðu úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 03.02. 2022 í máli úrskurðarnefndarinnar nr. 139/2021. Kærð hafði verið ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 28. júlí 2021, sem staðfest var í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar 9. ágúst s.á., um að samþykkja stækkun byggingarreits og lóðar nr. 5 við Melatún á Sauðárkróki og heimila byggingu parhúss. Úrskurðurinn var á þá leið að felld var úr gildi framangreind „ákvörðun byggðarráðs Skagafjarðar frá 9. ágúst 2021 um stækkun byggingarreits og lóðar nr. 5 við Melatún á Sauðárkróki og heimila byggingu parhúss“.
    Farið var yfir forsendur úrskurðarins með lögmanni sveitarfélagsins. Benti lögmaðurinn á að niðurstaðan byggði fyrst og fremst á því að þau þrjú atriði sem hin kærða ákvörðun laut að, þ.e. stækkun byggingarreits, stækkun lóðar og að heimiluð sé bygging parhúss á lóðinni, yrðu ekki ákveðin nema með deiliskipulagi. Benti lögmaðurinn á að mögulega ætti síðasta atriðið ekki heima þarna enda ekki að finna í aðalskipulagi sveitarfélagsins eða annarsstaðar skilmála um að í viðkomandi skipulagsreit, ÍB-3.9, mætti einungis byggja einbýlishús. Að öðru leyti taldi lögmaðurinn að úrskurðurinn skýrði sig sjálfur.
    Fram kom meðal fulltrúa nefndarinnar að ekki væri rétt að sveitarfélagið leggi í það deiliskipulagsferli sem þarf svo lóðin nýtist sem tvíbýlishúsalóð enda hafi lóðarhafi fengið henni úthlutað til þess að reisa á henni einbýlishús. Þá væri, með hliðsjón af röksemdum úrskurðarnefndarinnar í framangreindum úrskurði, ekki ástæða til þess að sveitarfélagið leitist við að hnekkja úrskurðinum.
    Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir samskiptum við viðkomandi lóðarhafa og var skipulagsfulltrúa falið að tilkynna lóðarhafa um framangreinda umfjöllun nefndarinnar og svara bréfi lóðarhafa til sveitarfélagsins dags. 17.02. 2022.

    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Verkfræðistofan Stoð ehf. leggur fram uppfærða deiliskipulagstillögu eftir breytingar vegna innsendra athugasemda. Á fundi 10. febrúar sl. fjallaði umhverfis- og samgöngunefnd um tillöguna og samþykkti nefndin þær breytingar sem gerðar hafa verið og vísar tillögunni til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir uppfærða deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Fyrirhugað er að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir göturnar Hátún og Sætún, Hofsóskirkju, Hofsóskirkjugarð og Prestbakka á Hofsósi. Fyrirhugað skipulagssvæði er 3,4 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, að Kirkjugötu að norðan og af opnu svæði sunnan við kirkjugarð og kirkju og að mestu óbyggðu íbúðarsvæði að sunnan og austan. Við skipulagsvinnuna er horft til þess að íbúðarbyggðin þróist í tengslum við núverandi byggð og innviði sem samfelld og heildstæð byggð. Markmið deiliskipulagsins um skilgreiningu lóða og byggingarreita fyrir áformaða uppbyggingu er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins.

    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.


    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 2110124 - Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir dsk

    Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til leik- og grunnskólasvæðisins á Hofsósi. Tillagan afmarkast af Lindargötu að vestan, Hofsósbraut (77) að norðan, að austan af vegtengingu aðkomuvegar við Hofsósbraut og að sunnan af línu um það bil 35 m frá Austurgötu. Skólagata, landnr. 146652, er í dag 15.079 m² þjónustulóð og þar hefur verið starfræktur grunnskóli. Á lóðinni er skólahús byggt árið 1951 og 1972 ásamt leikskóla sem byggður er árið 2020.
    Í skipulagstillögu eru skapaðar forsendur til uppbyggingar íþróttamannvirkis á lóð grunnskólans.
    Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir einni, 16.660 m² þjónustulóð. Á lóðinni hefur verið starfræktur leik- og grunnskóli en við bætist íþróttahús.
    Innan lóðarinnar kemur 1578 m² byggingarreitur fyrir íþróttahús. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar er 0,25. Utan byggingarreits er heimilt að reisa leiktæki og annað sem tengist starfsemi á lóðinni. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 47, þar af 4 fyrir hreyfihamlaða.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Hofsós Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Landmótun leggur fram, fyrir hönd Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf., skipulagslýsingu dags. 26.01.2022 fyrir svokallaðan Freyjugötureit sem afmarkast af Freyjugötu, Knarrarstíg og Strandgötu. Í gildi er eldra deiliskipulag frá 1987 fyrir gamla bæinn á Sauðárkróki. Komi til gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi sami hluti í eldra deiliskipulagi. Áform eru um að byggja nýja íbúðabyggð miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við gamla bæinn og nýta þannig reit sem staðið hefur óbyggður um langt skeið.
    Reiturinn er staðsettur miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við elsta hluta byggðar á svæðinu og mun uppbygging taka mið af því. Við gerð deiliskipulagsins verður horft til þess að endurhanna eða breyta aðkomu inn á svæðið þar sem núverandi aðkoma er kröpp og liggur nálægt Freyjugötu 11. Helstu markmið tillögunnar eru eftirfarandi:
    Að skapa betra skjól og rýmismyndum með nýjum byggingum og gróðri.
    Styrkja og bæta götumynd við Freyjugötu og Strandveg.
    Þétta byggð miðsvæðis á Sauðárkróki og nýta þannig betur núverandi innviði.
    Beina lífi inn á miðbæjarsvæðið með auknum fjölda íbúa.
    Vernda heildarsvipmót byggðarinnar með nærgætinni hönnun húsa sem samsvarar sig við eldri og nærliggjandi byggð.
    Breyta aðkomu inn á svæðið m.t.t. umferðaröryggis og næðis fyrir íbúa í hverfinu.
    Fjöldi bílastæða skuli miðast við eftirfarandi stærðarviðmið: Eitt bílastæði á hverja íbúð 50 m2 og minni og 1-2 bílastæði á íbúðir yfir 50m2
    eftir því sem aðstæður leyfa.

    Áformaður uppbyggingarreitur afmarkast af Freyjugötu til vesturs og norðurs, Knarrarstígs til suðurs og Strandgötu til austurs. Freyjugata breyttist áður í Bjarkargötu til norðurs en gatan heitir nú öll Freyjugata og frá Freyjugötu lá áður lítil gata til austurs sem hét Unnarstígur, en er nú horfinn.

    Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Freyjugötureitur - Deiliskipulag.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Erindið áður á dagskrá 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar.

    Í umsókn umsækjanda kemur m.a. eftirfarandi fram:
    „Áform um stækkun íbúðarhúss á Suðurgötu 22 á Sauðárkróki.
    Þórunn Halldórsdóttir, lóðarhafi Suðurgötu 22 á Sauðárkróki (landnúmer 143799 og fasteignanúmer 2132289) áformar að stækka núverandi íbúðarhús að Suðurgötu 22. Íbúðarhúsið á Suðurgötu 22 er byggt 1920 og er 66,2 m² að stærð. Lóðin er ekki innan verndarsvæðis í byggð en er innan hugsanlegrar stækkunar á því. Samkvæmt ofanflóðahættumati er hættumatslína A ofanvert á lóðinni. Fyrirhugað er að stækka húsið um allt að 120 m² á einni til tveimur hæðum. Við hönnun fyrirhugaðrar stækkunar verður hugað að því að hún falli vel að arkitektúr núverandi íbúðarhúss og yfirbragði svæðisins. Viðbygging verður að öllu leyti innan byggingarreits og utan hættumatslínu A. Einnig er gert ráð fyrir möguleika á bílastæði innan lóðar. Undirrituð óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til ofangreindra áforma. Ef sveitarfélagið er jákvætt gagnvart stækkuninni verður hafist handa við hönnun hússins og í framhaldinu leitað viðeigandi leyfa til framkvæmda.“

    Skipulagsfulltrúi leitaði umsagnar Veðurstofu Íslands vegna erindisins og í svari VÍ segir m.a. „að Suðurgata 22 sé utan hættusvæða samkvæmt ofanflóðahættumati fyrir Sauðárkrók og því engar takmarkanir á því sem má byggja á lóðinni vegna ofanflóðahættu.“

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt enda falli framkvæmdin að gildandi deiliskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Fyrir hönd Suðurleiða sækir Gísli Rúnar Jónsson um iðnaðarlóðir við Borgarteig 2 og Borgarsíðu 1 á Sauðárkróki. Fyrir hönd Kaffi 600 ehf. sækir Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson um iðnaðarlóð við Borgarteig 4.
    Verði lóðum númer 2 og 4 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu úthlutað til umsækjenda á grundvelli innsendra umsókna og lóðirnar númer 2 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu sameinaðar eru áform um uppbygginguna eftirfarandi:
    Fyrirhugað er að byggja lóðirnar í tveimur áföngum og verða framkvæmdir hafnar sumarið 2022. Fyrri áfangi yrði límtréshús klætt yleiningum, um 1.250 m², ca. 700 m² á lóðinni númer 2 við Borgarteig og ca.550 m² á lóðinni númer 4 við Borgarteig. Ætlað mannvirki yrði sambyggt og hólfað með eldvarnarvegg á lóðarmörkum, mænisstefna norður-suður.
    Annar áfangi yrði samskonar hús, ca. 500 m² límtréshús klætt yleiningum byggt til austurs út frá húsi á lóðinni númer 2 við Borgarteig, mænisstefna austur-vestur.
    Í dag eru Suðurleiðir með starfssemi sína í 280 m² fjöleignarhúsi sem stendur á lóðinni númer 2 við Borgarröst og hefur til umráða tæpan helming þeirrar lóðar. Í dag fullnægir hvorki húsnæði né aðstaða á lóð þörfum þess rekstrar.
    Ástæða beiðni um sameiningu og að byggja yfir núverandi lóðarmörk lóðanna Borgarteigs 2 og Borgarsíðu 1 byggir á kröfum um aukið umferðaröryggi sem m.a. fellst í því að geta verið með gegnumakstur stórra ökutækja í gegnum húsnæðið svo ekki komi til að menn þurfi að bakka útí umferðargötu.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Fyrir hönd Suðurleiða sækir Gísli Rúnar Jónsson um iðnaðarlóðir við Borgarteig 2 og Borgarsíðu 1 á Sauðárkróki. Fyrir hönd Kaffi 600 ehf. sækir Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson um iðnaðarlóð við Borgarteig 4.
    Verði lóðum númer 2 og 4 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu úthlutað til umsækjenda á grundvelli innsendra umsókna og lóðirnar númer 2 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu sameinaðar eru áform um uppbygginguna eftirfarandi:
    Fyrirhugað er að byggja lóðirnar í tveimur áföngum og verða framkvæmdir hafnar sumarið 2022. Fyrri áfangi yrði límtréshús klætt yleiningum, um 1.250 m², ca. 700 m² á lóðinni númer 2 við Borgarteig og ca.550 m² á lóðinni númer 4 við Borgarteig. Ætlað mannvirki yrði sambyggt og hólfað með eldvarnarvegg á lóðarmörkum, mænisstefna norður-suður.
    Annar áfangi yrði samskonar hús, ca. 500 m² límtréshús klætt yleiningum byggt til austurs út frá húsi á lóðinni númer 2 við Borgarteig, mænisstefna austur-vestur.
    Í dag eru Suðurleiðir með starfssemi sína í 280 m² fjöleingarhúsi sem stendur á lóðinni númer 2 við Borgarröst og hefur til umráða tæpan helming þeirrar lóðar. Í dag fullnægir hvorki húsnæði né aðstaða á lóð þörfum þess rekstrar.
    Ástæða beiðni um sameiningu og að byggja yfir núverandi lóðarmörk lóðanna Borgarteigs 2 og Borgarsíðu 1 byggir á kröfum um aukið umferðaröryggi sem m.a. fellst í því að geta verið með gegnumakstur stórra ökutækja í gegnum húsnæðið svo ekki komi til að menn þurfi að bakka útí umferðargötu.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Magnús Sigmundsson, Pétur Gunnar Sigmundsson, Sigmundur Magnússon og Arion banki, þinglýstir eigendur Vindheimamela, landnúmer 146250 óska eftir staðfestingu á ytri afmörkun landsins skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-01 í verki 725151, dags. 10. des. 2021. Óskað er eftir því að ytri afmörkun fylgi girðingu líkt og meðfylgjandi uppdráttur S-01 gerir grein fyrir. Fyrir breytingu er stærð landsins 43,2 ha en verður 41,56 ha eftir breytingu. Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda aðliggjandi landareigna um ágreiningslaus merki.

    Þá óska landeigendur eftir heimild til að stofna 20,92 ha spildu úr landi Vindheimamela, L146250, sem „Vindheimamelar 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-02 í verki 725151 útg. 10. des. 2021. Afstöðuppdrættir voru unnir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Ekki er óskað eftir breyttri landnotkun og landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

    Engin fasteign er á útskiptri spildu.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Vindheimamelar, L146250, er ekki skráð í lögbýlaskrá 2020.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Ingvar Gýgjar Jónsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Gýgjarhóls, landnúmer 145974 óskar hér með eftir með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum nr. 1459/151, og laga nr. 123/2010.

    Staðfestingar á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 til S03 í verki 74330102, útg. 11. febrúar 2022. Hnitsetning byggir á þinglýstum heimildum sem getið er á forsenduskjali/uppdrætti S04. verk 74330102.

    Þá er óskað eftir heimild til að stofna fjórar spildur úr landi jarðarinnar Gýgjarhóls, landnúmer 145974. Jarðirnar, Gýgjarhóll 1, Gýgjarhóll 2, lóðina Gýgjarhóll 3 og jörðina Gýgjarhóll 4, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdráttum nr. S05 til S07 í verki 74330102, útg. 11. febrúar. 2022. Framangreindir uppdrættir unnir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Þá er óskað eftir því að útskipt spilda, Gýgjarhóll 3 verði skráð Annað land (80).
    Lögbýlarétturinn fylgir áfram öllum þessum jörðum.
    Staðföng útskiptra landa vísar í heiti upprunajarðarinnar.
    Innan merkja Gýgjarhóls 1 standa eftirtaldar byggingar.
    Matshlutar, 04 fjós, 05 hlaða, 06 votheysturn, 09 véla/verkfærageymsla, 11 mjólkurhús, 12 fjós/áburðarkj, 13 votheysturn.
    Matshluti 02, hlunnindi í Sæmundará auk veiðiréttar í Héraðsvötnum fylgja jörðinni Gýgjarhóll 4.

    Ofangreind umbeðin landskipti samræmast Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og skerða ekki landbúnaðarsvæði.

    Magnús Ingvarsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Brúnar landnúmer 176586 staðfestir með undirskrift sinni hnitsetningu þeirrar jarðar.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.


    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Jón Egill Indriðason og Sigríður Þóra Stormsdóttir sækja um fyrir hönd RBR ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Álfgeirsvalla, landnúmer 146143, um heimild til að stofna 1080 m² byggingarreit í landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr.S01 í verki 725601 útg. 14.febrúar 2022. Afstöðuuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús. Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis Efribyggðarvegar en óskað er eftir undanþágu á ákvæði í lið d. í 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar um 100 m fjarlægð á milli íbúða og tengivega. Á uppdrætti er fjarlægð byggingarreits 13,92 metrar frá Efribyggðarvegi.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir rökstuðningi varðandi beiðni um undanþágu frá ákvæði 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Sigríður Þóra Stormsdóttir og Jón Egill Indriðason, þinglýstir eigendur lóðarinnar Álfgeirsvellir lóð, landnúmer 219759, óska hér með eftir heimild til að stofna 1560 m² byggingarreit á landi lóðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 725601 útg. 14.febrúar 2022. Afstöðuuppdrátturinn var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús. Hámarksnýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,20. Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis en óskað er eftir undanþágu á ákvæði í lið d. í 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um 100 m fjarlægð á milli íbúða og tengivega enda liggur byggingarreitur sem sótt er um hærra en vegurinn. Á uppdrætti er fjarlægð byggingarreits 40,01 metrar frá Efribyggðarvegi.
    Möguleikar á umbótum Efribyggðarvegar á þessum kafla skerðast því ekki með staðsetningu byggingarreits.
    Tillaga að aðkomu er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Viðræður landeigenda við Vegagerð um nýja vegtengingu eru í gangi.
    Nefndin leggur til að fenginni jákvæðrar umsagnar minjavarðar og Vegagerðarinnar að sótt verði um undanþágu til Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undanþágu frá 100 m fjarlægðarreglu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Halla Guðmundsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Meyjarland, landnúmer 145948 óskar eftir heimild til að stofna tvær spildur úr landi jarðarinnar, sem „Meyjarland vegsvæði 1“ og „Meyjarland vegsvæði 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 712503 útg. 20. des. 2021. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Meyjarland vegsvæði 1 verður 1.970 m².
    Meyjarland vegsvæði 2 verður 2.575 m².
    Þá er óskað eftir því að útskiptar spildur verði leystar úr landbúnaðar notkun og skráð notkun verði Annað land (80).
    Innan útskiptra spildna er vegtenging við Reykjastrandarveg (748) og heimreiðarvegur að Meyjarlandi lóð, L188621 og gerð er kvöð á báðum spildum um yfirferðarrétt að Meyjarlandi lóð um umrædda heimreið. Þar sem útskiptar spildur þjóna Meyjarlandi lóð vísa landheiti til þeirrar landareignar og landnotkunar spildnanna. Þá er settur staðgreinir til að greina á milli útskiptra spildna.
    Engin fasteign er innan útskiptra spildna.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Meyjarlandi, landnr. 145948.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.

    Þá óska þinglýstir eigendur Meyjarlands, L145948, og Meyjarlands lóðar, L188621, eftir því að hnitsett afmörkun Meyjarlands lóðar verði skráð í landeignaskrá. Afmörkun og hnitaskrá landsins á meðfylgjandi uppdrætti er skv. uppdrætti frá Stoð ehf. verkfræðistofu nr. S01, dags. ágúst 2001 úr verki 7125, sem vísað er til í þinglýstu skjali nr. 718/2001. Til viðbótar eru hnit nr. LM06, LM07 og LM08 sem eru sótt í afmörkun Meyjarlands lóðar, L188621, eins og hún er skilgreind á uppdrætti dags. ágúst 2001. Stærð Meyjarlands lóðar er 5,8 ha.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 02.02.2022 síðastliðinn. Rúnar Páll Dalmann Hreinsson sækir um heimild til að stofna 1.408 m² byggingarreit á landi lóðarinnar Grinda, landnúmer 146530, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti útg. 09.02.2022 unnin af Rögnvaldi Harðarsyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt fjárhús. Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Rarik ohf, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík, sækir um breytingu á deiliskipulagi á reit tengivirkis í Varmahlíð. Rarik hyggst reisa hús yfir spennavirki við núverandi stöðvarhús. Vegna jarðstrengja er erfiðleikum bundið að reisa húsið vestan stöðvarhússins og því er gert ráð fyrir því austan megin.
    Deiliskipulagsbreytingin felst í því að færa byggingarlínu austan til á lóð 5 metra lengra til austurs.
    Nýlega reist stöðvarhús Landsnets er fært inn á meðfylgjandi uppdrátt svo og aðkoma að því. Önnur atriði deiliskipulagsins eru óbreytt.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Reykjarhóll lóð (146062) - Deiliskipulagsbreyting.
    Samþykkt samhljóða

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 427

Málsnúmer 2203002FVakta málsnúmer

Fundargerð 427. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 427 Skipulagsfulltrúi lagði fram viðbrögð við útsendum umsagnarbeðnum vegna vega í náttúru Íslands og efnistökusvæða í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögu m.t.t. ábendinga sem nefndin var einhuga um. Við ákvörðun nefndarinnar hefur m.a. verið litið til forsendna skipulagsins, skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að senda tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035 með framangreindum uppfærslum til samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun. Samþykkt samhljóða.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 428

Málsnúmer 2203011FVakta málsnúmer

Fundargerð 428. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 9. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 428 Auglýsingatíma deiliskipulagsins lokið. Þrjár jákvæðar umsagnir bárust og engar athugasemdir.


    Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er því ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 41. gr. skipulagslaga felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd - 188

Málsnúmer 2202004FVakta málsnúmer

Fundargerð 188. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 10. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 188 Sveitarfélagið hefur sótt um styrk vegna hönnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi Sauðárkróks. Sótt er um til Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins. Styrkveitingar geta numið allt frá 15 - 30 % af heilarkostnaði styrkhæfra fráveituframkvæmda. Fyrirhugað er að veita allt að 600 milljónum króna í styrki í þennan málflokk á næstu árum.

    Gert er ráð fyrir að forhönnun, endanlegri áfangaskiptingu og kostnaðaráætlun við verkefnið ljúki á þessu ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 188 Málið er tekið inn með afbrigðum með samþykki allra nefndarmanna.

    Fyrir liggur erindi frá skipulags- og byggingarnefnd varðandi deiliskipulag hafnarsvæðisins, útg.1.2, með breytingum eftir úrvinnslu athugasemda.
    Ásamt skipulagsuppdráttum eru tvær skrár fyrir greinargerð. Önnur er með forskeytinu ?merkt? og í henni eru breytingar gulmerktar. Breytingarskrá er á bls.iv og breytingar eru á eftirtöldum blaðsíðum:

    Bls.10
    Bls.11
    Bls.12
    Bls.15
    Bls.16
    Bls.27 (einnig tilheyrandi breytingar í töflu á bls.28, ekki merktar)
    Bls.29 (einnig tilheyrandi breytingar í töflu á bls.30, ekki merktar)
    Bls.35


    Breytingar á uppdráttum eru:

    Veghelgunarsvæði sett inn og skipulagssvæði fært austur fyrir fyrirhugað hringtorg
    Gerð skýrari grein fyrir núverandi og víkjandi mannvirkjum
    Byggingarreitir á Hesteyri 1 og Eyrarvegi 18 stækkaðir (skilmálar uppfærðir á DS02)
    Hesteyri 3 felld undir Hesteyri 2
    Nyrðri gangbraut á Strandvegi fjarlægð (utan skipulagssvæðis).

    Nefndin samþykkir tillögur skipulags- og byggingarnefndar við athugasemdir og felur skipulagsfullrúa að halda málinu áfram.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri og Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi sátu þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 188 Málið er tekið inn með afbrigðum með samþykki allra nefndarmanna.

    Fyrirhugaðar eru miklar framkvæmdir á Sauðákróki á næstu misserum. Hraðar hefur gengið á námuna á Gráumóum en ráð var fyrir gert. Nauðsynlegt er að víkka út vinnslusvæði námunnar til að mæta þörfum um fyllingarefni.

    Nefndin óskar eftir samráði við skipulags- og byggingarnefnd og byggðarráð um útvíkkun núverandi námusvæðis til austurs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.

13.Veitunefnd - 85

Málsnúmer 2202012FVakta málsnúmer

Fundargerð 85. fundar veitunefndar frá 20. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 85 Hafin er vinna við hönnun stofnlagnar frá Langhúsum að Róðhóli. Frumhönnun lagnar er langt komin og vinna vegna samninga við landeigendur, sambands við Fiskistofu, Vegagerðina og Minjavernd er hafin. Fyrir liggur að vinna útboð á afhendingu lagnaefnis og gerð útboðslýsingar fyrir verkframkvæmd. Gert er ráð fyrir að verkið taki 2 - 3 ár í framkvæmd.

    Bragi Þór Haraldsson frá verkfræðistofunni Stoð ehf fór yfir stöðu verkefnisins. Braga er þökkuð greinargóð framsetning og sviðsstjóra falið að sjá um að verkið verði sett í útboð sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar veitunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 85 Vinna við hönnun tengingar hitaveitu að Hraunum í Fljótum er hafin. Gert er ráð fyrir talsverðri orkuþörf að Hraunum og að þar verði rekin umtalsverð starfsemi í framtíðinni.

    Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fór yfir hönnunarforsendur verkefnisins en tengja þarf hitaveitu að Hraunum með 3 - 6 km stofnlögn. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að verkefninu með Stoð ehf ásamt starfsmönnum Skagafjarðarveitna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar veitunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 85 Áformað er að bora út holu VH-22 sem boruð var síðasta haust og freista þess að ná heitu vatni upp með því að stefnubora út úr holunni. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið í maí eða júní á komandi vori.

    Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála og kynnti tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í framkvæmdina. Sviðsstjóra er falið að ganga til samninga við verktakann um verkið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar veitunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 85 Samið var við Ísor um mælingar og rannsókn á holu SK-28. Mælingarnar gáfu til kynna að hægt væri að setja kapaldælu á dýpi sem áður hefur ekki verið talið mögulegt. Þessi niðurstaða gefur vonir um að hægt verði að ná meira magni og jafnvel heitara vatni en talið hefur verið hingað til.

    Sviðsstjóri fór yfir skýrslu frá Ísor um mælingarnar en niðurstaðan gefur góðar vonir um framhald vinnslu á heitu vatni í Hrolleifsdal.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar veitunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 85 Samið hefur verið við fyrirtækið Vermi um afhendingu á kapaldælu (djúpdælu) sem setja á niður á um 260 m dýpi í holuna. Vonir standa til að hægt verði að vinna meira vatn og jafnvel heitara upp úr holunni með því að fara svo djúpt með dæluna.

    Sviðsstjóri og verkefnisstjóri Skagafjarðarveitna fóru yfir stöðu mála og upplýstu að áætlun geri ráð fyrir að dælan verði komin í gagnið um páska.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar veitunefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 níu atkvæðum.

14.Gjaldskrá Dagdvalar aldraða 2022

Málsnúmer 2110178Vakta málsnúmer

Samþykkt á 1002. fundi byggðarrás 9. febrúar sl. og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram bókun 298. fundar félags- og tómstundanefndar þann 13. janúar 2022:"Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Árið 2022 er daggjald notenda 1.313 kr. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2022 verði 559 kr., samanlagt daggjald með fæði 1.872 kr. og fjarvistargjald á dag 1.313 kr. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við atkvæðagreiðsluna."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigulaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að þær sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.


15.Reglur um viðveruskráningu

Málsnúmer 2202091Vakta málsnúmer

Samþykkt á 1004. fundi byggðarráðs 23. febrúar sl. og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Lagðar fram reglur um viðveruskráningu.
Reglur þessar ná til allra starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Allir starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skulu nota viðverukerfið VinnuStund vegna allrar vinnu/verkefna á vegum sveitarfélagsins. Undanþágu vegna þessa getur einungis mannauðsstjóri veitt með samþykki viðkomandi sviðsstjóra.

Álfhildur Leifsdóttir óskar að bóka eftirfarandi og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Nauðsynlegt er að halda með einhverjum hætti utan um fjarvistir, frítökurétt og annað er varðar réttindi starfsmanna sveitarfélagsins. En starfsumhverfi starfsmannanna er mismunandi og því nauðsynlegt að sýna sveigjanleika, rétt eins og starfsmenn hafa sannarlega sýnt sveigjanleika í heimsfaraldri.
VG og óháð leggja til að grein 4. í reglum um vinnustund verði:
Viðvera er skráð í kerfið með stimpilklukku/tölvu/síma þegar vinna hefst og þegar vinnu lýkur.

Byggðarráð hafnar breytingartillögu VG og óháðra og samþykkir reglur um viðveru eins og þær eru fram lagðar. Þessar reglur verða endurskoðaðar í framhaldi af þróun kerfisins og lausna þess sem tiltækar eru á hverjum tíma. Álfhildur Leifsdóttir situr hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigulaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að þær sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

16.Reglur un innritun barna á leikskóla

Málsnúmer 2202111Vakta málsnúmer

Samþykkt á 1004. fundi byggðarráðs 23. febrúar sl. og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Erindinu vísað frá 177. fundi fræðslunefndar þann 16. febrúar 2022 þar sem nefndin bókaði svo: "Drög að endurskoðuðum reglum um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Efnislegar breytingar á reglunum snúa fyrst og fremst að 6. grein þar sem leitast er við að skýra betur í hvaða tilvikum foreldrar geta sótt um að börn þeirra njóti forgangs í leikskólann. Að öðru leyti er um orðalagsbreytingar að ræða. Nefndin samþykkir breytingarnar og vísar þeim til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir reglurnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál

Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer

Vísað frá 426. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Verkfræðistofan Stoð ehf. leggur fram uppfærða deiliskipulagstillögu eftir breytingar vegna innsendra athugasemda. Á fundi 10. febrúar sl. fjallaði umhverfis- og samgöngunefnd um tillöguna og samþykkti nefndin þær breytingar sem gerðar hafa verið og vísar tillögunni til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir uppfærða deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir uppfærða deiliskipulagstillögu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með níu atkvæðum og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

18.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

Málsnúmer 2201059Vakta málsnúmer

Vísað frá 426. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Fyrirhugað er að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir göturnar Hátún og Sætún, Hofsóskirkju, Hofsóskirkjugarð og Prestbakka á Hofsósi. Fyrirhugað skipulagssvæði er 3,4 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, að Kirkjugötu að norðan og af opnu svæði sunnan við kirkjugarð og kirkju og að mestu óbyggðu íbúðarsvæði að sunnan og austan. Við skipulagsvinnuna er horft til þess að íbúðarbyggðin þróist í tengslum við núverandi byggð og innviði sem samfelld og heildstæð byggð. Markmið deiliskipulagsins um skilgreiningu lóða og byggingarreita fyrir áformaða uppbyggingu er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjaðar samþykkir framlagða lýsingu með níu atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

19.Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk

Málsnúmer 2110124Vakta málsnúmer

Vísað frá 426. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til leik- og grunnskólasvæðisins á Hofsósi. Tillagan afmarkast af Lindargötu að vestan, Hofsósbraut (77) að norðan, að austan af vegtengingu aðkomuvegar við Hofsósbraut og að sunnan af línu um það bil 35 m frá Austurgötu. Skólagata, landnr. 146652, er í dag 15.079 m² þjónustulóð og þar hefur verið starfræktur grunnskóli. Á lóðinni er skólahús byggt árið 1951 og 1972 ásamt leikskóla sem byggður er árið 2020.
Í skipulagstillögu eru skapaðar forsendur til uppbyggingar íþróttamannvirkis á lóð grunnskólans.
Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir einni, 16.660 m² þjónustulóð. Á lóðinni hefur verið starfræktur leik- og grunnskóli en við bætist íþróttahús.
Innan lóðarinnar kemur 1578 m² byggingarreitur fyrir íþróttahús. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar er 0,25. Utan byggingarreits er heimilt að reisa leiktæki og annað sem tengist starfsemi á lóðinni. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 47, þar af 4 fyrir hreyfihamlaða.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir deiliskipulagstillöguna, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með níu atkvæðum og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

20.Freyjugötureitur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer

Vísað frá 426. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Landmótun leggur fram, fyrir hönd Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf., skipulagslýsingu dags. 26.01.2022 fyrir svokallaðan Freyjugötureit sem afmarkast af Freyjugötu, Knarrarstíg og Strandgötu. Í gildi er eldra deiliskipulag frá 1987 fyrir gamla bæinn á Sauðárkróki. Komi til gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi sami hluti í eldra deiliskipulagi. Áform eru um að byggja nýja íbúðabyggð miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við gamla bæinn og nýta þannig reit sem staðið hefur óbyggður um langt skeið.
Reiturinn er staðsettur miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við elsta hluta byggðar á svæðinu og mun uppbygging taka mið af því. Við gerð deiliskipulagsins verður horft til þess að endurhanna eða breyta aðkomu inn á svæðið þar sem núverandi aðkoma er kröpp og liggur nálægt Freyjugötu 11. Helstu markmið tillögunnar eru eftirfarandi:
Að skapa betra skjól og rýmismyndum með nýjum byggingum og gróðri.
Styrkja og bæta götumynd við Freyjugötu og Strandveg.
Þétta byggð miðsvæðis á Sauðárkróki og nýta þannig betur núverandi innviði.
Beina lífi inn á miðbæjarsvæðið með auknum fjölda íbúa.
Vernda heildarsvipmót byggðarinnar með nærgætinni hönnun húsa sem samsvarar sig við eldri og nærliggjandi byggð.
Breyta aðkomu inn á svæðið m.t.t. umferðaröryggis og næðis fyrir íbúa í hverfinu.
Fjöldi bílastæða skuli miðast við eftirfarandi stærðarviðmið: Eitt bílastæði á hverja íbúð 50 m2 og minni og 1-2 bílastæði á íbúðir yfir 50m2 eftir því sem aðstæður leyfa.

Áformaður uppbyggingarreitur afmarkast af Freyjugötu til vesturs og norðurs, Knarrarstígs til suðurs og Strandgötu til austurs. Freyjugata breyttist áður í Bjarkargötu til norðurs en gatan heitir nú öll Freyjugata og frá Freyjugötu lá áður lítil gata til austurs sem hét Unnarstígur, en er nú horfinn.

Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Sveinn Þ.F. Úlfarsson og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs,

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjaðar samþykkir framlagða lýsingu með níu atkvæðum og jafnframt að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

21.Reykjarhóll lóð (146062) - Deiliskipulagsbreyting.

Málsnúmer 2202066Vakta málsnúmer

Vísað frá 426. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Rarik ohf, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík, sækir um breytingu á deiliskipulagi á reit tengivirkis í Varmahlíð. Rarik hyggst reisa hús yfir spennavirki við núverandi stöðvarhús. Vegna jarðstrengja er erfiðleikum bundið að reisa húsið vestan stöðvarhússins og því er gert ráð fyrir því austan megin. Deiliskipulagsbreytingin felst í því að færa byggingarlínu austan til á lóð 5 metra lengra til austurs. Nýlega reist stöðvarhús Landsnets er fært inn á meðfylgjandi uppdrátt svo og aðkoma að því. Önnur atriði deiliskipulagsins eru óbreytt. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með níu atkvæðum og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

22.Afréttargirðing í Flókadal

Málsnúmer 2104251Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 421. fundar sveitarstjórnar þann 9. febrúar 2022. Afgreiðslu málsins frestað, þar sem óskað hafði verið eftir fresti til andmæla. Engin andmæli bárust innan umbeðins frests.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Einar E Einarsson formaður skipulags- og byggingarnefndar kynnti málið.

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 borið upp til afgreiðslu eftir breytingar sem gerðar hafa verið vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.

Brugðist hefur verið við öllum athugasemdum Skipulagsstofnunar, dags. 7. febrúar 2022. Athugasemdir snéru að efnistökusvæðum, skrá yfir vegi í náttúru Íslands, landbúnaðarsvæðum, jarðgöngum yfir í Hörgársveit og öðrum atriðum á uppdráttum og í greinargerð.
Eftirfarandi er yfirlit um helstu viðbrögð sveitarfélagsins og tilvísun í uppfærða kafla í greinargerð og uppdráttum.

Breytingar á efnistökusvæðum
Endanleg niðurstaða um efnistökusvæði: 18 nýjar námur sem eru þegar í gildandi aðalskipulagi, fallið frá stækkunum á námum Landsnets vegna mögulegra breytinga á Blöndulínu 3 og dregið úr stækkun efnistöku/efnislosunarsvæðis við Nafirnar / Gránumóa.
Sveitarfélagið hefur kynnt öllum landeigendum áformaðar breytingar. Engir landeigendur óskuðu eftir að náma yrði tekin af skipulagi.
Sveitarfélagið fundaði með leigjendum hlutaðeigandi lóða á Nöfunum varðandi breytingar á efnistökusvæði. Unnið er að samningsgerð um bætur vegna lóðar 52.
Aðilar gera ekki athugasemdir við breytta afmörkun efnistökusvæðis á aðalskipulagi.
Umhverfismatsskýrslan hefur verið uppfærð varðandi þau 18 efnistökusvæði úr eldra aðalskipulagi, sem ekki voru inni í auglýstri tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035.

Breyting á vegaskrá
Skipulagsnefnd hefur ákveðið að falla frá áformuðum breytingum á auglýstri tillögu að vegaskrá yfir vegi í náttúru Íslands. Ákveðið hefur verið, sökum þess hve sveitarfélagið er víðfeðmt að fara ítarlega yfir verklag við skráningu vega í náttúru Íslands og vinna að umræddri skrá í tveimur áföngum. Tillaga að vegaskrá verður því óbreytt frá auglýstri tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd hefur kynnt umrædda tillögu að vegaskrá skv. náttúruverndarlögum. Frekara samráð og gögn munu liggja fyrir í 2. áfanga skráninga vega í náttúru Íslands í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Samráð
Sveitarfélagið leitaði afstöðu eftirfarandi aðila um tillögu að vegaskrá: Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Landgræðslan, Landmælingar Íslands, samtök útivistarfélaga, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, Bændasamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar.
Mun sveitarstjórn hafa til hliðsjónar þær umsagnir sem hafa borist í 2. áfanga vegaskrár. Varðandi vegi sem eru innan hálendismarka, þá eru þeir alls 129 km og eru allir á vegaskrá frá Vegagerðinni, og eru opnir öllum. Sveitarstjórn er því ekki að breyta vegakerfi á hálendinu með 1. áfanga vegaskrárinnar frá því sem nú er.

Breyting á landbúnaðarkafla
Kafli 12 um landbúnað hefur verið breytt til samræmis við athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunar. Skýrari tenging er við flokkun ræktarlands, þar sem landbúnaðarland hefur verið skipað í þrjá flokka. Hverjum flokki fylgja almenn og sértæk ákvæði. Auk þess hefur verið tekið úr texta umfjöllun um deiliskipulag. Flokkun landbúnaðarlands er m.a. sýnd á sveitarfélagsuppdrætti.

Jarðgöng yfir í Hörgársveit - Breyting á samgöngu og veitukafla.
Sveitarfélagið leggur á það mikla áherslu að sýna jarðgöng í Hjaltadal. Í samræmi við athugasemd Skipulagsstofnunar hefur verið bætt ítarlegri umfjöllun um forsendur ákvörðunar og þá fyrirvara sem fylgja henni.

Önnur atriði á uppdráttum og í greinargerð
Skipulagsgögn hafa verið uppfærð í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Fyrir fundinum lágu eftirfarandi gögn að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 með breytingum sem samþykktar voru í skipulags- og byggingarnefnd 2. mars 2021 og vísað hefur verið til samþykktar sveitarstjórnar.

1) Sveitarfélagsuppdráttur 1/2 í mælikvarða 1:80.000, dagsettur í febrúar 2022.
2) Sveitarfélagsuppdráttur 2/2 í mælikvarða 1:80.000, dagsettur í febrúar 2022.
3) Þéttbýlisuppdráttur 1 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Sauðárkrók í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
4) Þéttbýlisuppdráttur 2 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Varmahlíð í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
5) Þéttbýlisuppdráttur 3 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Hofsós í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
6) Þéttbýlisuppdráttur 4 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Hóla í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
7) Þéttbýlisuppdráttur 5 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Steinsstaði í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
8) Greinargerð með Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagajarðar 2020-2035, dagsett í júní 2021, uppfærð í febrúar 2022.
9) Umhverfisskýrsla með Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, dagsett í nóvember 2020, uppfærð í mars 2022.

Niðurstaða
Sveitarfélagið Skagafjörður telur að komið hafi verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar með slíkum hætti að ekkert eigi að standa í vegi fyrir því að unnt verði að staðfesta nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins.

Í samræmi við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana hefur verið litið til umhverfisskýrslu skipulagsvinnu við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati og umsögnum og athugasemdum við mótun skipulagstillögu sem felst m.a. í að leggja til ákveðnar mótvægisaðgerðir eða skipulagsákvæði til að draga sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir forsendum, leiðarljósum og útfærslu á endanlegri áætlun. Ekki er talin þörf á sérstakri vöktun umhverfisáhrifa, þar sem skipulagstillagan er ekki líkleg til að valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum.

Sveinn þ. F. Úlfarsson, Gísli Sigurðsson og Álfhildur Leifsdóttir tóku til máls og þá Einar E Einarsson og lagði fram eftirfarndi bókun:

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar þeim áfanga sem nú er náð með endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Sveitarstjórn færir nefndarmönnum skipulags- og byggingarnefndar, skipulagsfulltrúa og öðrum starfsmönnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar kærar þakkir fyrir þá miklu og góðu vinnu sem fram hefur farið við endurskoðun aðalskipulagsins. Jafnframt færir sveitarstjórn íbúum Skagafjarðar og umsagnaraðilum þakkir fyrir þeirra góðu innlegg og umsagnir í vinnsluferli skipulagsins. Aðalskiplag sveitarfélaga inniheldur stefnu hvers sveitarfélags um landnotkun og þróun sveitarfélagsins og er unnið og endurskoðað af sveitarfélaginu að frumkvæði þess, í samráði við íbúa, og er því eitt meginstefnuskjal sveitarfélagsins um hvert það hyggst stefna í komandi framtíð. Samþykkt samhljóða.

Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, tók til máls

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og óskar eftir að Skipulagsstofnun staðfesti endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 32. gr. sömu laga.

24.Brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu

Málsnúmer 2203021Vakta málsnúmer

Vísað frá 1006. fundi byggðarráð frá 9. mars til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar fordæmingu á innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar. Sveitarfélagið Skagafjörður lýsir yfir vilja sínum til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við flóttamannanefnd til að koma þeim vilja á framfæri, afla frekari upplýsinga um samninga um móttöku flóttamanna og stilla saman strengi með stjórnvöldum.
Sveitarfélagið Skagafjörður samþykkir jafnframt að kanna mögulegt framboð húsnæðis fyrir flóttamenn í sveitarfélaginu og auglýsa m.a. eftir slíku húsnæði frá einkaaðilum og félagasamtökum.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Skipan undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 2202296Vakta málsnúmer

Vísað frá 1006. fundi byggðarráðs frá 9. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Skipan undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins samþykkir að fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sigfús Ingi Sigfússon.

Sveinn Þ.F. Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

26.Fundagerðir skólanefndar FNV 2022

Málsnúmer 2201007Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar FNV frá 14. febrúar 2022 lögð fram til kynningar á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022

27.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer

Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar sl. lagður fram til kynningar á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022

Fundi slitið - kl. 17:22.