Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 965

Málsnúmer 2105001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Fundargerð 965. fundar byggðarráðs frá 5. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks. Fulltrúar frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drögin áfram samkvæmt umræðu á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Tekin fyrir væntanleg útgáfa bókarinnar, Á Króknum 1971, svipmyndir frá bæjarlífinu á 100 ára afmælisárinu eftir Ágúst Guðmundsson.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja útgáfu bókarinnar um 500 þúsund krónur með fjármagni af fjárhagslið 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagt fram ódagsett erindi frá Leikfélagi Sauðárkróks sem barst 6. apríl 2021, varðandi ljósa- og hljóðtæknibúnað fyrir Félagsheimilið Bifröst. Málið tekið fyrir á 88. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 29. apríl 2021 og þar bókað: "Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu, þar sem endurnýjun á tæknibúnaði og öðrum innanstokksmunum félagsheimila heyrir undir eignasjóð sveitarfélagsins. Nefndin vill koma því á framfæri við byggðaráð að hún setji sig ekki upp á móti því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021, þar sem fjármagn er flutt frá málaflokki 13 til eignasjóðs vegna endurnýjunar á tæknibúnaði í Bifröst, samtals 1.420.000 kr."
    Byggðarráð samþykkir að eignasjóður sjái um að endurnýja tæknibúnað fyrir allt að 1.420.000 kr. og tilflutningur fjármagns milli deildar 13 og 31 verði gerður með viðauka.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Sveitarstjóri gerir grein fyrir fyrirliggjandi tölvupósti sem Ólöf Ýrr Atladóttir ritar f.h. Sóta Lodge 27.04. s.l. Er þar farið fram á ítarlegar upplýsingar varðandi stöðu framkvæmda við lagfæringar og breytingar á skólahúsinu að Sólgörðum úr skóla í leiguíbúðir, fundargerðir, teikningar ofl. Einnig að upplýst verði hvort könnuð hafi verið þörf fyrir viðkomandi leiguíbúðir, rekstrargrundvöll o.þ.h.
    Í tilefni fyrirspurnarinnar upplýsir sveitarstjóri að unnið sé að því að setja það verk í útboð að breyta skólanum í leiguíbúðir og lagfæra utanhúss. Séruppdrættir eru í vinnslu, sem og kostnaðaráætlun. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt að veita stofnstyrk til framkvæmdarinnar en samþykkja þarf viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins áður en verkið verður boðið út.
    Byggðarráð áréttar þá stefnu sem samþykkt var á 909. fundi ráðsins hinn 08.04. 2020 um að hraða eftir föngum breytingu á fasteigninni í hagkvæmt leiguhúsnæði, enda sé slíkt í samræmi við vilja íbúa í Fljótum, sem m.a. kom eindregið fram á íbúafundi hinn 28.11. 2019 sem og afstöðu Íbúa- og átthagafélags Fljóta, sem fram kom á framangreindum fundi ráðsins.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði vð lögmann sveitarfélagins, að því marki sem lögskylt er skv. ákvæðum upplýsingalaga. Sérstaklega verði gætt varúðar við að upplýsa um atriði sem áhrif geta haft á útboðið, m.a. m.t.t. jafnræðisreglna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2021 frá Elisabeth Jansen þar sem hún óskar eftir að fá að taka á leigu beitiland við Hofsós, norðan við Hofsá og vestan Siglufjarðarvegar.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagt fram bréf dagsett 26. apríl 2021 frá Árna Pálssyni hrl. fyrir hönd Þóris Jóns Ásmundssonar og Margrétar Hjaltadóttur, eigenda jarðarinnar Austari-Hóll í Fljótum, varðandi ósk um að afréttargirðing verði endurbyggð í Flókadal. Vísað er til fyrra erindis jarðareigenda og fleiri sem tekið var fyrir í landbúnaðarnefnd 26. febrúar 2020, mál 2002257.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lögð fram bókun frá 166. fundi fræðslunefndar þann 28. apríl 2021 vegna fyrirspurnar um skólaakstur.
    "Erindi frá Steinunni Rósu Guðmundsdóttur fulltrúi VG og óháðra um lok almenningssamgangna á Sauðárkróki í vor. Óskar hún að bókað verði eftirfarandi: Mikilvægt er að endurskoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki með tilliti til áframhalds og tímalengdar á hverjum vetri, með hag ungra grunnskólabarna að leiðarljósi í þeirri vinnu. Fræðslunefnd samþykkir að vísa málinu til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir að setja af stað vinnu við að skoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki í samvinnu við fræðslunefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 800 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Lántaka langtímalána 2021" Samþykkt samhljóða.

  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. maí 2021 frá Alþingi. Vinnuskjal með drögum að breytingum umhverfis- og samgöngunefndar á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga(lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál. Nefndin stefnir að því að taka málið aftur á dagskrá 12. maí og því væri hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fram að þeim tíma. Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 965 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 4. maí 2021 þar sem boðað er til XXXVI. landsþings sambandsins þann 21. maí 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 965. fundar byggðarráðs staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.