Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 180

Málsnúmer 2105005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Fundargerð 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Eigendur að Suðurgötu 8 á Sauðárkróki, óska eftir því við sveitarfélagið að það felli tré sem standa við Kirkjuklaufina; neðst við upphaf svokallaðs Kirkjustígs. Ástæða fyrir þessari ósk er, að umræddur trjálundur skyggir á sólpall sem stendur vestan megin við húseign okkar og skerðir mjög þann tíma sem hægt er að njóta sólar á pallinum.

    Trjálundurinn verður skoðaður með hliðsjón að aldri og sögu trjáa í Sveitarfélaginu Skagafirði. Til stendur að skrásetja trjágróður til varðvörslu og ákveða hvað má fjarlægja. Ekki er hægt að verða við erindinu á meðan þessi vinna er í gangi.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Ragnar Helgason kt. 090888-3239 leggur fram fyrirspurn varðandi lengingu á mön sem er við Túngötu/Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Í dag er mön meðfram Sæmundarhlíð sem drepur niður hljóð og ljósmengun vegna umferðar á Sæmundarhlíð, ásamt því að veita öryggi og skjól. Spurt er hvort sé mögulegt að fá mönina framlengda lengra upp Sæmundarhlíð ca 30 m, og inn á Túngötuna um ca 40m, skv. meðfylgjandi teikningu á loftmynd.

    Mön mun mögulega valda snjósöfnun á gatnamótum, skerða útsýni og auka slysahættu. Því mun Sveitarfélagið ekki fara í þessa framkvæmd. Bent er á að lóðarhafar hafa leyfi til að loka lóðum sínum með mön/skjólbelti á sinni lóð samkvæmt ákvæði byggingarreglugerðar. Garðyrkjustjóra er falið að skoða svæði sveitarfélagsins með það í huga að planta trjám á svæðinu.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Um er að ræða opið svæði (leiksvæði) milli Skagfirðingabrautar, Bárustígs og Hólavegar. Svæðið hefur verið notað sem snjósöfnunarsvæði en ákveðið hefur verið að hætta að nýta það undir snjó.

    Sviðstjóra er falið að kanna rétt lóðarhafa sem eiga aðliggjandi lóðir að svæðinu um aðgengisrétt þeirra. Stefnt er að uppbyggingu svæðisins sem hverfisgarð.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Um er að ræða annarsvegar svæði milli Ránarstígs og Ægisstígs og hinsvegar svæði milli Smáragrundar og Víðigrundar. Vinna þarf að hugmyndavinnu fyrir nýtingu svæðanna.

    Sviðstjóra er falið að kanna rétt lóðarhafa sem eiga aðliggjandi lóðir að svæðunum um aðgengisrétt þeirra. Stefnt er að uppbyggingu svæðanna sem hverfisgarða.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Nefndinni hafa borist óskir um fjölgun á bekkjum við stíga í nágrenni við Árkíl og neðan Ártúns.

    Garðyrkjustjóra ef falið að sjá um fjölgun á bekkjum.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á lóð Siglingarklúbbsins við smábátahöfnina. Skipuleggja þarf opið svæði milli lóðar klúbbsins og komandi hringtorgs.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Borist hefur umsögn frá Brunavörnum Skagafjarðar vegna útivistarskýlis í Sauðárgili þar sem fyrirliggjandi teikningar eru samþykktar.

    Næstu skref eru að klára burðarþolsteikningar svo hægt sé að hefja uppbyggingu skýlisins.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Fyrirliggur hönnun á viðgerð á bakka ofan Laugavegar 17-19 í Varmahlíð. Gögnin hafa verið send á Ofanflóðasjóð og sótt verður um styrk til framkvæmdarinnar.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 180 Matvælastofnun vekur athygli sveitarfélaga á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.

    Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 180. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.