Skipulags- og byggingarnefnd - 406
Málsnúmer 2105008F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021
Fundargerð 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 12. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 410. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO ráðgjöf, kynnir tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, og fór yfir helstu atriði, sem Skipulagsstofnun hafði bent á í minnisblaði dags. 22.2.2021, að þyrftu nánari skoðunar við.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa í samvinnu við skipulagsráðgjafa að koma tillögunni til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og samþykktar til auglýsingar í samræmi við við 30. gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO ráðgjöf, kynnti tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 fyrir sveitarstjórnarfullrúum í fjarfundi, fyrir upphaf sveitarstjórnarfundar í dag.
Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Þinglýstir eigendur Páfastaða, landnr. 145989 og fyrirhugaðir eigendur Páfastaða 3, landnr. 231588, óska eftir heimild til þess að stofna 625 m² byggingarreit, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem verður innan afmörkunar Páfastaða 3. Afstöðu¬uppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S102 í verki nr. 778305. Byggingarreitur og mannvirki sem rís innan hans munu tilheyra Páfastöðum 3, L231588, þegar landskiptum hefur verið þinglýst. Um er að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúðarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Þinglýstir eigendur jarðarinnar Starrastaða, landnúmer 146255, í Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 3.397,6 m² og 3.333,7 m² lóðir úr landi jarðarinnar, sem „Starrastaðir 2“ og „Litla-Horn“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 757601 útg. 15. apríl 2021. Afstöðuuppdráttur unnin hjá Stoð ehf.verkfræðistofu. Starrastaðir 2 verður 3.397,6 m² að stærð og Litla-Horn verður 3.333,7 m². Óskað er eftir því að útskiptar lóðir verði leystar úr landbúnaðarnotkun og skráðar sem Íbúðarhúsalóðir (10). Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptum lóðum er í landi Starrastaða, L146225, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Starrastöðum, landnr. 146225.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Indriði Stefánsson kt. 110148-2089, þinglýstur eigandi jarðarinnar Álfgeirsvellir land, L 207714, óskar eftir heimild til skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, til að stofna 12.79ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti , unnin af Teiknistofu Norðurlands dags. 10.2.2021. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Álfasteinn, og spildan verði skilgreind sem íbúðarhúsalóð, og leyst úr landbúnaðarnotum. Ekkert mannvirki er á útskiptri spildu og er spildan óræktuð. Lögbýlaréttur mun áfram fylgja Álfgeirsvöllum L 207714.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Guðmundur Hjálmarsson kt. 150254-2489, eigandi hússins Dalatúns 2, á Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til að breikka innkeyrslu á lóð og útbúa skjólvegg á lóðarmörkum norðan við innkeyrslu, í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna breikkun innkeyrslu með fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar. Þá bendir nefndin á að lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt að reisa girðingu eða skjólvegg á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá byggingarfulltrúa undirritað samkomulag um framkvæmdina. Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Þórður Karl Gunnarsson f.h. þinglýsts eiganda Neðri-Ás 2 land 5, Kolbeinsdal, L223412 óskar eftir leyfi til stofnunar byggingarreits fyrir íbúðarhús skv. meðfylgjandi uppdrætti sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 6. september 2016. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7159.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199, óska eftir leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 16 við Kárastíg til austurs, allt að 70 m2 viðbyggingu. Í viðbyggingu verða 2 íbúðarherbergi, snyrtiaðstaða og bílskúr, og verður útlit viðbyggingar í sama byggingarstíl og núverandi hús. Meðfylgjandi uppdrættir gera grein fyrir erindinu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni, með fyrirvara um um að fyrir liggi samþykki nágranna á lóðinni Kárastígur 14.
Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 406 Lögð eru fram drög að vinnureglum skipulags- og byggingarnefndar, vegna úthlutunar á byggingarlóðum í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Nefndin vísar málinu til næsta fundar skipulags- og byggingarnefndar, til lokafrágangs. Bókun fundar Afgreiðsla 406. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 410. fundi sveitarstjórnar 19. maí 2021 með níu atkvæðum.