Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 966

Málsnúmer 2105011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 411. fundur - 09.06.2021

Fundargerð 966. fundar byggðarráðs frá 19. maí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 411. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lögð fram endurskoðunarskýrsla 2020 frá KPMG ehf. Kristján Jónasson og Haraldur Reynisson, endurskoðendur frá KPMG tóku þátt í þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað, kynntu skýrsluna og svöruðu fyrirspurnum. Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna, með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins, bótagrundvöll og móta kröfugerð gagnvart þeim sem ábyrgð bera á mengunartjóninu á Hofsósi. Jafnframt að leita allra leiða til þess að knýja fram upplýsingar, m.a. frá N1 og Umhverfisstofnun um magn og upphaf mengunar og enn fremur að leita viðræðna við N1 um fullnægjandi kortlagningu mengunar og um það hvernig heppilegast er að standa að upprætingu hennar.
    Byggðarráð lýsir yfir furðu með að Umhverfisstofnun hefur ekki formlega svarað erindi sveitarfélagsins frá 17.03. 2021, þrátt fyrir loforð þar um. Er sveitarstjóra falið að ganga eftir formlegu svari við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lagt fram ódagsett bréf frá Skógræktinni þar sem leitað er til sveitarfélaga landsins um að taka þátt í átaki til að útbreiða og endurheimta birkiskóga og birkikjarr. Tilgreint er að fjármunir muni renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur með margvíslegum hætti stutt við bakið á skógrækt og endurheimt birkiskóga, m.a. með því að leggja til land undir endurheimt hinna fornu Brimnesskóga í Skagafirði þar sem notuð eru birki, reynir og víðir af skagfirskum uppruna, land undir Aldamótaskóg á Steinsstöðum, o.s.frv. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kanna möguleika þess að taka þátt í verkefninu á komandi árum og vera í samskiptum við Skógræktina og Landgræðsluna varðandi mótframlög ríkisins til þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lagt fram opið bréf til sveitarfélaga frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 11. maí 2021. Í bréfinu er kallað eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt fyrir þau sem það kjósa í öllum leik- og grunnskólum landsins.
    Byggðarráð áréttar að það leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.
    Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldtöku fyrir tímabilið 9.-16. maí 2021 vegna lokana hjá nokkrum stofnunum sveitarfélagsins vegna Covid-19 veirunnar, þannig að greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla, frístund og dagdvöl aldraðra. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Breytingar á innheimtu gjalda vegna Covid-19" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lögð fram bókun 289. fundar félags- og tómstundanefndar frá 3. maí 2021 varðandi vinnuskólalaun ársins 2021.
    "Lagt er til að laun sumarið 2021 hækki sem hér segir
    13-14 ára (7. og 8. bekkur) 4%
    15-16 ára (9. og 10. bekkur) 7,6%
    Jafnframt leggja fulltrúar meirihluta til að við vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 verði gert ráð fyrir að laun unglinga í Vinnuskóla verði tengd við launaflokk 117 í kjarasamningi Öldunnar, stéttarfélags og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga líkt og algengt er í nágrannasveitarfélögunum. Með því næst eðlileg hækkun milli ára og laun verða sambærileg við önnur sveitarfélög.
    Miðað er við að greidd verði ákveðin prósenta af taxtalaunum eða sem hér segir:
    7. bekkur 13 ára: 26% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
    8. bekkur 14 ára: 30% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
    9. bekkur 15 ára: 40% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
    10.bekkur 16 ára: 50% af launaflokki 117, Orlof (13,04%)
    Gert verði ráð fyrir auknum kostnaði vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
    Nefndin leggur jafnframt til að komi í ljós að aðsókn að Vinnuskólanum sumarið 2021 verði minni en fjárhagsrammi þessa árs gerir ráð fyrir komi tillaga fyrir árið 2022 (hér að ofan) til framkvæmda nú þegar á þessu sumri."
    Byggðarráð samþykkir framlagða bókun félags- og tómstundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2021, þann 19. maí 2021, dagsett 4. maí 2021. Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2021, Ræktum Ísland! Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Umsagnarfrestur er til og með 26.05.2021.
    Byggðarráð fagnar að ráðist sé í nýja stefnumótun í þeirri mikilvægu atvinnu- og byggðafestugrein sem landbúnaður er og telur mikilvægt að unnið verði af festu að því að ná markmiðum stefnunnar fram. Byggðarráð telur mikilvægt að árétta það sem kemur fram í stefnumótuninni að til að tryggja að starfsskilyrði landbúnaðar hér á landi verði sambærileg og í nágrannalöndunum sé þörf á að auka svigrúm innlendra framleiðenda innan þess ramma sem EES-aðild heimilar, s.s. hvað varðar sveigjanleika og meðalhóf gagnvart smáframleiðendum og að landbúnaðarstefna hafi forgang gagnvart samkeppnisreglum innan ESB.
    Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 966 Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 110/2021, Drög að aðgerðaráætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025. Umsagnarfrestur er til og með 21.05.2021.
    Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
    Í október 2019 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum til ársins 2030. Í byrjun árs 2020 skilaði starfshópurinn tillögum til ráðherra um nýja stefnu, ásamt drögum að þjónustuviðmiðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur unnið drög að aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu í kjölfar vinnu starfshópsins og hlotið liðsinnis fagráðs sjúkraflutninga í þeirri vinnu. Það skal tekið fram að tillaga um rekstur á sérhæfðri sjúkraþyrlu er ekki hluti af þessari áætlun.
    Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir undrun sinni og áhyggjum yfir því að enginn fulltrúi rekstraraðila, hvorki frá slökkviliðum, heilbrigðisstofnunum né öðrum hafi átt sæti í starfshópnum sem kom að gerð stefnunnar þrátt fyrir að ráðuneytinu hafi verið bent á það. Það er umhugsunarvert að ráðuneytið hafi valið að hafa ekki í starfshópnum fulltrúa rekstraraðila sem bera alla starfsmannalega og rekstrarlega ábyrgð, þar með talið ábyrgð á menntun og endurmenntun og faglega ábyrgð á sjúkraflutningum, hver á sínu svæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 966. fundar byggðarráðs staðfest á 411. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021 með átta atkvæðum.