Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2021, Ræktum Ísland! Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Umsagnarfrestur er til og með 26.05.2021. Byggðarráð fagnar að ráðist sé í nýja stefnumótun í þeirri mikilvægu atvinnu- og byggðafestugrein sem landbúnaður er og telur mikilvægt að unnið verði af festu að því að ná markmiðum stefnunnar fram. Byggðarráð telur mikilvægt að árétta það sem kemur fram í stefnumótuninni að til að tryggja að starfsskilyrði landbúnaðar hér á landi verði sambærileg og í nágrannalöndunum sé þörf á að auka svigrúm innlendra framleiðenda innan þess ramma sem EES-aðild heimilar, s.s. hvað varðar sveigjanleika og meðalhóf gagnvart smáframleiðendum og að landbúnaðarstefna hafi forgang gagnvart samkeppnisreglum innan ESB.
Byggðarráð fagnar að ráðist sé í nýja stefnumótun í þeirri mikilvægu atvinnu- og byggðafestugrein sem landbúnaður er og telur mikilvægt að unnið verði af festu að því að ná markmiðum stefnunnar fram. Byggðarráð telur mikilvægt að árétta það sem kemur fram í stefnumótuninni að til að tryggja að starfsskilyrði landbúnaðar hér á landi verði sambærileg og í nágrannalöndunum sé þörf á að auka svigrúm innlendra framleiðenda innan þess ramma sem EES-aðild heimilar, s.s. hvað varðar sveigjanleika og meðalhóf gagnvart smáframleiðendum og að landbúnaðarstefna hafi forgang gagnvart samkeppnisreglum innan ESB.