Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 110/2021, Drög að aðgerðaráætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025. Umsagnarfrestur er til og með 21.05.2021. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun: Í október 2019 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum til ársins 2030. Í byrjun árs 2020 skilaði starfshópurinn tillögum til ráðherra um nýja stefnu, ásamt drögum að þjónustuviðmiðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur unnið drög að aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu í kjölfar vinnu starfshópsins og hlotið liðsinnis fagráðs sjúkraflutninga í þeirri vinnu. Það skal tekið fram að tillaga um rekstur á sérhæfðri sjúkraþyrlu er ekki hluti af þessari áætlun. Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir undrun sinni og áhyggjum yfir því að enginn fulltrúi rekstraraðila, hvorki frá slökkviliðum, heilbrigðisstofnunum né öðrum hafi átt sæti í starfshópnum sem kom að gerð stefnunnar þrátt fyrir að ráðuneytinu hafi verið bent á það. Það er umhugsunarvert að ráðuneytið hafi valið að hafa ekki í starfshópnum fulltrúa rekstraraðila sem bera alla starfsmannalega og rekstrarlega ábyrgð, þar með talið ábyrgð á menntun og endurmenntun og faglega ábyrgð á sjúkraflutningum, hver á sínu svæði.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Í október 2019 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum til ársins 2030. Í byrjun árs 2020 skilaði starfshópurinn tillögum til ráðherra um nýja stefnu, ásamt drögum að þjónustuviðmiðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur unnið drög að aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu í kjölfar vinnu starfshópsins og hlotið liðsinnis fagráðs sjúkraflutninga í þeirri vinnu. Það skal tekið fram að tillaga um rekstur á sérhæfðri sjúkraþyrlu er ekki hluti af þessari áætlun.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir undrun sinni og áhyggjum yfir því að enginn fulltrúi rekstraraðila, hvorki frá slökkviliðum, heilbrigðisstofnunum né öðrum hafi átt sæti í starfshópnum sem kom að gerð stefnunnar þrátt fyrir að ráðuneytinu hafi verið bent á það. Það er umhugsunarvert að ráðuneytið hafi valið að hafa ekki í starfshópnum fulltrúa rekstraraðila sem bera alla starfsmannalega og rekstrarlega ábyrgð, þar með talið ábyrgð á menntun og endurmenntun og faglega ábyrgð á sjúkraflutningum, hver á sínu svæði.