Lagt fram ódagsett bréf frá Skógræktinni þar sem leitað er til sveitarfélaga landsins um að taka þátt í átaki til að útbreiða og endurheimta birkiskóga og birkikjarr. Tilgreint er að fjármunir muni renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða. Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur með margvíslegum hætti stutt við bakið á skógrækt og endurheimt birkiskóga, m.a. með því að leggja til land undir endurheimt hinna fornu Brimnesskóga í Skagafirði þar sem notuð eru birki, reynir og víðir af skagfirskum uppruna, land undir Aldamótaskóg á Steinsstöðum, o.s.frv. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kanna möguleika þess að taka þátt í verkefninu á komandi árum og vera í samskiptum við Skógræktina og Landgræðsluna varðandi mótframlög ríkisins til þess.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar til þess að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur með margvíslegum hætti stutt við bakið á skógrækt og endurheimt birkiskóga, m.a. með því að leggja til land undir endurheimt hinna fornu Brimnesskóga í Skagafirði þar sem notuð eru birki, reynir og víðir af skagfirskum uppruna, land undir Aldamótaskóg á Steinsstöðum, o.s.frv. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kanna möguleika þess að taka þátt í verkefninu á komandi árum og vera í samskiptum við Skógræktina og Landgræðsluna varðandi mótframlög ríkisins til þess.