Lagt fram opið bréf til sveitarfélaga frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 11. maí 2021. Í bréfinu er kallað eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt fyrir þau sem það kjósa í öllum leik- og grunnskólum landsins. Byggðarráð áréttar að það leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.
Byggðarráð áréttar að það leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.