Guðmundur Þór Elíasson og Jóhanna Friðriksdóttir á Varmalæk, Elvar Logi Friðriksson, Hvammstanga og Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannesson Laugamýri og Dagur Torfason fyrir hönd Heyanna ehf., Reykjum, sóttu um að fá tvær spildur í landi Steinsstaða vestur með frístundabyggðarvegi (F-6.1 í aðalskipulagi). Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til við byggðarráð að Heyannir ehf. fái spilduna til leigu. Byggðarráð samþykkir að leigja spildurnar til Heyanna ehf. Sveitarstjóra falið að sjá um gerð leigusamnings um landið og einnig að undirbúa mögulega sölu á því.
Byggðarráð samþykkir að leigja spildurnar til Heyanna ehf. Sveitarstjóra falið að sjá um gerð leigusamnings um landið og einnig að undirbúa mögulega sölu á því.