Fara í efni

Ytra mat á Árskóla

Málsnúmer 2106144

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 179. fundur - 19.05.2022

Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla, kom á fundinn og kynnti niðurstöður matsskýrslu Menntamálastofnunar á stöðu skólans með tilliti til styrkleika og tækifæra til umbóta í fjölþættum starfsskyldum skólans. Í stuttu máli koma allir matsþættir afar vel út. Niðurstöður matsins hafa verið rýndar í skólanum og fyrir liggur umbótaáætlun um þá þætti sem betur mega fara. Fræðslunefnd fagnar þessari úttekt og óskar Árskóla, stjórnendum og starfsmönnum, til hamingju með niðurstöðuna.