Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 15. júní 2021, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni 24. júlí 2021. Eknar verða sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal, auk þess sem ekið verður um Nafir ofan Sauðárkróks. Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur AKÍS um aksturskeppnir. Fyrir liggur leyfi frá Vegagerðinni en einnig er sótt um leyfi til Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og AKÍS, auk Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.