Fara í efni

Ágangur Langholtsfjár

Málsnúmer 2106174

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 219. fundur - 18.06.2021

Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Grétarssyni, Hóli í Sæmundarhlíð, dagsettur 14. júní 2021 og bréf dagsett 15. júní s.l. frá ábúendum eftirtalinna jarða; Hóll, Bessastaðir, Valagerði, Fjall og Stóra-Vatnsskarð, þar sem kvartað er yfir ágangi sauðfjár frá Syðra-Skörðugili og Halldórsstöðum, á heimallönd og ræktað land. Gera ábúendurnir þá kröfu að fjáreigendur þessara jarða haldi sínu fé í afgirtu landi sínu og/eða því landi sem þeir hafa heimild til að nýta þar til upprekstur á afrétt er leyfður. Vísað er til 33. grein laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. og 6. grein fjallskilasamþykktar Skagafjarðarsýslu frá árinu 2017. Einnig er vísað til 17. greinar reglugerðar nr. 511/2018 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að senda ábúendum Syðra-Skörðugils og Halldórsstaða tilmæli um að koma girðingum í lag fyrir 22. júní 2021 og af því loknu fá staðfestingu frá úttektarmönnum girðinga (RML) um að girðingarnar séu fjárheldar og senda til Kára Gunnarssonar umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins.