Fara í efni

Flokka, uppsöfnun á plasti.

Málsnúmer 2106178

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 181. fundur - 21.06.2021

Þetta erindi varðar uppsöfnun á bændaplasti hjá okkur í Flokku, þar sem erfitt er orðið að flytja það út, flestir erlendu aðilarnir eru ýmist hættir eða að hætta að taka við bændaplasti frá Íslandi.
Í Hveragerði stendur ný og glæsileg verksmiðja sem endurvinnur plast. Þar á meðal bændaplast.

Þessar upplýsingar eru teknar af síðunni þeirra http://purenorth.is/
"Pure North Recycling endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarminn þar í aðalhlutverki. Í dag er Pure North Recycling eina fyrirtækið á Íslandi semendurvinnur plast að fullu. Í endurvinnslunni er óhreinum plastúrgangi breytt í plastperlur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Plastmengun er alvarlegt umhverfisvandamál af mannavöldum sem fer sívaxandi. Mikilvægt aðer hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og endurvinni sitt plast. Markmið endurvinnslunnar er að plast verði aftur að plasti og að fullvinnslan skilji eftir sig sem minnst eða ekkert kolefnisspor en engin kemísk efni eru notuð við vinnsluna.Vinnsluaðferð Pure North Recycling er einstök á heimsvísu, umhverfisvæn og byggir á íslensku hugviti."

Verksmiðjuna vantar hráefni - plast - til þess að vinna en Úrvinnslusjóður sér sér ekki fært að koma til móts við okkur og hækka flutningsjöfnuðinn sem samsvarar flutningi frá Sauðárkróki til Hveragerðis. Á meðan erum við í patt stöðu og plastið safnast upp hjá okkur. Við sjáum fyrir okkur að þurfa að losna við um 150 tonn núna í vor.

Pure North fær endurvinnslugjaldið frá Úrvinnslusjóði og þeir eru tilbúnir að greiða okkur 10 kr/kg fyrir að skila efninu inn til þeirra. Spurningin er því hvort Sveitarfélagið sjái sér fært að greiða okkur 15 kr/kg til að standa undir kostnaði við að koma efninu til endurvinnslu innanlands.

Nefndin hafnar beiðni um að Sveitarfélagið styrki flutning á plasti til Hveragerðis og vísar beiðninni til afgreiðslu hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Einnig leggur nefndin til að Flokka sendi inn erindi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Nefndin telur þetta óeðlilega mismunun á flutningskostnaði sem rétt væri að Jöfnunar- og Úrvinnslusjóðir kæmu að.