Fara í efni

Sveitarfélögin og aðlögun að loftlagsbreytingum

Málsnúmer 2106195

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 972. fundur - 30.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2021, þar sem kynnt er verkefni um verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum sem ætlað er að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu í sínum rekstri. Verkfærakistan er mótuð í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar með fjármagni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Sambandið leitar eftir aðkomu nokkurra sveitarfélaga víðs vegar um landið við að prufa vefsíðu sem búið er að setja upp og veita nauðsynlega endurgjöf um þau gögn og upplýsingar sem eru í verkfærakistunni.
Fyrir liggur að 11 sveitarfélög hafa þegar boðið fram þátttöku í rýnivinnunni þannig að ekki er talin þörf á þátttöku fleiri sveitarfélaga að sinni.
Fyrirtækið Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) annaðist stjórn verkefnisins um verkfærakistuna en fyrirtækið vinnur jafnframt með Sveitarfélaginu Skagafirði að gerð umhverfisstefnu sveitarfélagsins með sérstakri áherslu á loftslagsmál. Sveitarfélagið mun því nýta sér verkfærakistuna í þeirri vinnu.