Fara í efni

Barnavernd - ný lög og breytt þjónustusvæði og skipan nefnda

Málsnúmer 2106273

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 972. fundur - 30.06.2021

Tekið fyrir minnisblað, dags. 28. júní 2021, frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar um breytingu á barnaverndarlögum. Umfangsmiklar breytingar verða á stjórnsýslu barnaverndar og ýmsum þáttum sem snerta börn og þjónustu við fjölskyldur vegna lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi í vor. Eru barnaverndarnefndir sveitarfélaga m.a. lagðar af en tekin upp barnaverndarþjónusta sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Umdæmi barnaverndarþjónustu skulu ná yfir svæði á búa a.m.k. 6000 íbúar og skal skipa sérstakt umdæmisráð barnaverndar á þjónustusvæðinu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja samtal við nágrannasveitarfélög Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fyrirkomulag og framkvæmd skipunar umdæmisráðs barnaverndar sem og samráð um þjónustu barnaverndar.