Tekið fyrir minnisblað, dags. 28. júní 2021, frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar um breytingu á barnaverndarlögum. Umfangsmiklar breytingar verða á stjórnsýslu barnaverndar og ýmsum þáttum sem snerta börn og þjónustu við fjölskyldur vegna lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi í vor. Eru barnaverndarnefndir sveitarfélaga m.a. lagðar af en tekin upp barnaverndarþjónusta sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Umdæmi barnaverndarþjónustu skulu ná yfir svæði á búa a.m.k. 6000 íbúar og skal skipa sérstakt umdæmisráð barnaverndar á þjónustusvæðinu. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja samtal við nágrannasveitarfélög Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fyrirkomulag og framkvæmd skipunar umdæmisráðs barnaverndar sem og samráð um þjónustu barnaverndar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja samtal við nágrannasveitarfélög Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fyrirkomulag og framkvæmd skipunar umdæmisráðs barnaverndar sem og samráð um þjónustu barnaverndar.