Almenningssamgöngur á Sauðárkróki - útboð
Málsnúmer 2107047
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 980. fundur - 10.09.2021
Á fundinum er farið yfir fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum sem unnin eru af fyrirtækinu Consensa. Byggðarráð telur mikilvægt að kostnaður af framkvæmd akstursins verði, að teknu tilliti til aðstæðna, sambærilegur og þekkt er um þéttbýlisstaði af svipaðri stærð og leggur áherslu á að við gerð kostnaðaráætlunar vegna verksins verði gætt að því hvaða kostnað þau hafi haft. Með vísan til framanritaðs samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að hrinda af stað útboðinu, þegar sveitarstjórn hefur staðfest ákvörðun byggðarráðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 414. fundur - 10.09.2021
Vísað frá 980. fundi byggðarráðs til afgreðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Á fundinum er farið yfir fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum sem unnin eru af fyrirtækinu Consensa. Byggðarráð telur mikilvægt að kostnaður af framkvæmd akstursins verði, að teknu tilliti til aðstæðna, sambærilegur og þekkt er um þéttbýlisstaði af svipaðri stærð og leggur áherslu á að við gerð kostnaðaráætlunar vegna verksins verði gætt að því hvaða kostnað þau hafi haft. Með vísan til framanritaðs samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að hrinda af stað útboðinu, þegar sveitarstjórn hefur staðfest ákvörðun byggðarráðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Á fundinum er farið yfir fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum sem unnin eru af fyrirtækinu Consensa. Byggðarráð telur mikilvægt að kostnaður af framkvæmd akstursins verði, að teknu tilliti til aðstæðna, sambærilegur og þekkt er um þéttbýlisstaði af svipaðri stærð og leggur áherslu á að við gerð kostnaðaráætlunar vegna verksins verði gætt að því hvaða kostnað þau hafi haft. Með vísan til framanritaðs samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að hrinda af stað útboðinu, þegar sveitarstjórn hefur staðfest ákvörðun byggðarráðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja vinnu við gerð útboðsgagna og undirbúa útboð. Rætt um þann möguleika að geta haft einhver vikmörk á tímalengd ef veðuraðstæður að hausti eða vori væru þannig.