Fara í efni

Varðandi aurskriðu sem féll í Varmahlíð 29. júní 2021

Málsnúmer 2107053

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 974. fundur - 14.07.2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. júlí 2021 frá íbúum eftirtaldra fasteiga í Varmahlíð; Laugarvegi 11, 13, 15 og 17, Laugahlíð, Úthlíð, Norðurbrún 3, 5 og 9. Varðar erindið íbúafund sem haldinn var í Varmahlíð þann 7. júlí s.l. vegna aurskriðu sem féll í Varmahlíð 29. júní s.l. Óska bréfritarar eftir því að sveitarstjórnin komi til fundar við íbúana og veiti upplýsingar um stöðuna ekki síðar en 14 dögum frá dagsetningu bréfsins. Einnig er farið fram á að tryggt sé að þeir fái að fylgjast með ástandinu á hverjum tíma og fái upplýsingar um hvaða áætlun sveitarfélagið hefur til að bregðast við þessu ástandi.
Byggðarráð samþykkir að haldinn verði fundur í næstu viku með íbúum Varmahlíðar.
Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.