Skipulags- og byggingarnefnd - 410
Málsnúmer 2108008F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 414. fundur - 10.09.2021
Fundargerð 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 25. ágúst 2021 lögð fram til afgreiðslu á 414. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Anna Bragadóttir hjá Verkfræðistofunni Eflu situr þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað. Anna leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir 15 íbúðalóðir við Birkimel í Varmahlíð, til suðurs, auk tillögu greinargerð dags. 07.07.2021. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall lóða á bilinu 0,30 til 0,40. Gert er ráð fyrir stækkun íbúðasvæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna íbúðabyggðar á svæði sem liggur suður og austur af Túnahverfi, vestan Sauðárkróksbrautar, norðan Áshildarholts (Sveinstún). Tillaga íbúðabyggðar á þessu svæði er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í auglýsingarferli. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir fh. Veitu-og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi fyrir reisingu leiktækja á opnu afmörkuðu svæði austan Gilstúns. Framlögð gögn unnin af Stoð ehf. Verkfræðistofu sýnir útmörk svæðis. Fyrirhuguð framkvæmd verður áfangaskipt og nær umsókn einungis til resingu leiktækja. Fram kemur í umsókn að leiktækin verði vottuð og af viðurkenndri gerð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Guðmundur Ragnarsson kt.231053-6899 og Erla Valgarðsdóttir kt.060564-7799 f.h. þinglýsts lóðarhafa sumarbústaðarlandsins Steinsstaðir lóð nr. 2, landnr. 197913, og Jóhanna Lára Pálsdóttir kt.100868-5129 og Arjan Willem Van der Weck kt.140667-3159, þinglýstir lóðarhafar sumarbústaðarlandsins Steinsstaðir lóð nr. 3, landnr. 222090, óska eftir leiðréttingu á afmörkun lóðanna eins og sýnt er á meðfylgjandi vinnuskrá í verki 56095001 dags. 23.07.2021 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að afmörkun lóða fylgi girðingu eins og hún stendur.
Núverandi stærð Steinsstaða lóðar nr. 2 er 4.737 m² en verður 4.466 m² eftir breytingu.
Núverandi stærð Steinsstaða lóðar nr. 3 er 4.687 m² en verður 4.729 m² eftir breytingu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt
Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Gylfi Ingimarsson sækir fh. G Ingimarssonar ehf. kt 6904162980, um stækkun lóðarinnar nr. 1 við Sauðármýri, (L143678) þ.a.e.s. sérnotaflöt lóðar tilheyrandi fyrirtækinu. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni lóðarstækkun. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins . Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Guðlaug Jóhannsdóttir kt. 290436-3039, Steinn Leó Rögnvaldsson, kt. 081057-2309 og Merete Kristiansen Rabølle, kt. 160567-2529 þinglýstir eigendur jarðarinnar Hrauns á Skaga, L145889, sækja um leyfi fyrir byggingarreit fyrir veiðihús við Hraunsvatn í landi jarðarinnar. Staðsetning byggingarreits og aðkomuvegar er sýnd á framlögðum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 713105, dags. 26. júlí 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Sigmundur Jón Jóhannesson kt. 210865-4899 þinglýstur eigandi jarðarinnar Miðhúsa (landnr. L146567) í Óslandshlíð Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að stofna landspildu, Miðhús 1, úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.
Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 716101, dags. 23. júlí 2021.
Landið sem um ræðir verður tekið úr landbúnaðarnotkun.
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Miðhús, landnr. 146567.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146567.
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Linda Björk Valbjörnsdóttir kt. 200192-3709 og Hákon Ingi Stefánsson 151097-2519 eigendur Geirmundarstaða 1, L228505, óska eftir leyfi til að breyta heiti lands og húss og óska eftir að nýtt bæjarheiti verði Lindarbrekka. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Dalatún 1, umsókn um breikkun innkeyrslu. Halldór Hlíðar Kjartansson kt. 251072-5319 sækir fh. eigenda einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Dalatún á Sauðárkróki um heimild Skipulags-og byggingarnefndar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 6,0 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Jens Kristinn Gíslason verkefnastjóri, sækir f.h. Landsnet um að gera minniháttar breytingar á Sauðárkókslínu 1, loftlínunni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, sem felast í því að leggja jarðstreng undir þjóðveg 1 frá tengivirki sem stendur á lóðinni Reykjarhóll lóð L146062, fyrstu 200 m norður fyrir þjóðveginn. Um er að ræða nýjan 66 kV jarðstreng á þessu svæði í landi jarðanna Reykjarhóls, L146060 og Íbishóls, L146044. Framlögð gögn gera grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fengnum umsögnum hlutaðeigandi umsagnaraðila. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Hjalti Magnússon kt.070869-5869 og Sigurlaug Soffía Reynaldsdóttir kt. 010772-3629 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 4 við Drekahlíð sækja um breikkun á bílastæði um 2.5 metra í norður
Ekki er hægt annað að sjá en að beiðni umsækjenda um breikkun á bílastæði að Drekahlíð 4 sé hin sama og hafnað var með ákvörðun sveitarstjórnar 03.09. 2014, að því viðbættu að nú er sótt um 2,5m breikkun til norðurs en áður um 2,3m breikkun. Með úrskurði Úrskurðarnefndar um umhverfis og auðlindamál hinn 16.03. 2017 var vísað frá nefndinni kröfu umsækjenda um að ógilda þá ákvörðun jafnframt því sem hafnað var kröfu um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar frá 29.10. 2014 um að synja um endurupptöku þeirrar ákvörðunar. Umrædd ákvörðun sveitarstjórnar frá 03.09. 2014 hefur ekki einungis bindandi réttaráhrif fyrir umsækjendur, heldur einnig fyrir það stjórnvald sem hana tók, þ.e. sveitarstjórn sveitarfélagsins. Verður ákvörðuninni ekki breytt nema með nýrri stjórnvaldsákvörðun, t.d. að undangenginni endurupptöku máls eða með afturköllun. Miðað við að gögn sem fylgja beiðninni eru þau sömu og lágu fyrir í framangreindu máli og að ekki hefur verið bent á að umrædd ákvörðun hafi byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik og ekki sýnt á nokkurn hátt fram á að ákvörðunin hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að hún var tekin eru engin rök til þess að endurupptaka málið, sbr. ákvæði 24. gr. stjórnsýslulaga. Slík endurupptaka væri auk þess einungis heimil að veigamiklar ástæður mæli með því. Umrædd ákvörðun frá 03.09. 2014 var m.a. tekin með almannahagsmuni að leiðarljósi, enda myndi fækkun á almenningsstæðum í götunni verða íbúum þar til tjóns. Um þetta var fjallað m.a. fyrir framangreindri úrskurðarnefnd í máli nr. 110/2015. Með vísan til þessa og til þess að ekki hefur verið sýnt fram á að fyrri ákvörðun sé ógildanleg eru engar forsendur til þess að afturkalla fyrri ákvörðun sveitarstjórnar á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1997. Með vísan til alls framanritaðs er erindinu hafnað. Að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar á þessari niðurstöðu er starfsmanni skipulagsfulltrúa falið að tilkynna umsækjendum um þessa niðurstöðu og upplýsa um kæruleið og kærufrest.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til liðarins, "Drekahlíð 4 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu" Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar.
Framlögð gögn eru þrír skipulagsuppdrættir og greinargerð með umhverfisskýrslu.
Tillagan, útgáfa 1.0 unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsett 21. júní 2021, var samþykkt á 181. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 21.06.2021.
Deiliskipulagssvæðið er um 32 ha að stærð og samræmist afmörkun hafnarsvæðis H-401 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem nú er í auglýsingu.
Tillagan tekur á þeirri þróun sem orðið hefur á hafnarsvæðinu á þeim 25 árum frá því að gildandi deiliskipulag var staðfest. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, "Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál" Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Steinn Leó Sveinsson f.h. veitu- og framkvæmdsviðs Sveitarfélagsins Skagafjörður leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðarastrengi um Skaga, Hjaltadal, Deildardal og Vatnskarð á árinu 2021. Einnig sótt um leyfi fyrir hitaveitulögn með ljósleiðarastrengnum á tveim stuttum köflum í Hjaltadal. Meðfylgjandi gögn eru teikningar af ljósleiðara og hitaveitulögnum dagsettar 9. júlí 2021 unnar af Stoð ehf. Verkfræðistofu auk fornleifaskráningar sem unnin er 2020 og 2021 af Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga. Skipulags- og byggingarnefnd felur starfsmanni skipulags- og byggingarnefndar að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fengnum jákvæðum umsögn hlutaðeigandi umsagnaraðila. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til liðarins, "Skagafjarðarveitur - hitaveita. - Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðaralögn. Skagi, Hjalta-og Deildard, Vatnsskarð" Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Steinn Leó Sveinsson f.h. veitu- og framkvæmdsviðs Sveitarfélagsins Skagafjörður leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu stofnlagnar hitaveitu (DN 250) á um 300 m kafla við Strandveg. Frá Borgargerði að Hegrabraut. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna íbúðabyggðar á svæði sem liggur norðan Nestúns, austan Sæmundarhlíðar og vestan Laugatúns. Tillaga íbúðabyggðar á þessu svæði er í samræmi tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í auglýsingarferli. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 410 Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir 14 einbýlishúsalóðir við Nestún á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Starfsmanni nefndarinnar falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 414. fundi sveitarstjórnar 10. september 2021 með níu atkvæðum.