U.Í. Smári, bréf til Félags- og tómstundanefndar
Málsnúmer 2108035
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 292. fundur - 01.09.2021
Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Smára með ósk um að fá meiri tíma í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Reynt verður af fremsta megni að koma til móts við félagið innan þess fjárhagsramma sem við höfum nú. Að öðru leyti er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 296. fundur - 22.11.2021
Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Smára þar sem óskað er eftir fjölgun tíma til íþróttaiðkunar í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Með hliðsjón af viðræðum við ungmennafélagið samþykkir nefndin að stefna að fjölgun tíma við upphaf næsta skólaárs. Umræður verða teknar upp aftur þegar nær dregur.