Fara í efni

Hlíðarendavöllur - Aðalskipulag, erindi um stækkun vallar.

Málsnúmer 2108063

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 182. fundur - 16.08.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur borist erindi frá Golfklúbbi Skagafjarðar þess efnis að nefndin hafi 18 holu golfvöll til hliðsjónar við hönnun á svæðinu.

Umhverfis- og samgögunefnd líst vel á hugmynd golfklúbbsins um blandað útivistarsvæði þar sem að hægt verði að sameina golf og aðra útvist, svo sem göngu, skokk og hjólreiðar.

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ekki umboð til að meðhöndla skipulagsmál og vísar erindinu til Skipulags-og bygginganefndar og bendir á að frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagið rennur út 13.09.2021.