Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki
Málsnúmer 1901189Vakta málsnúmer
2.Hlíðarendavöllur - Aðalskipulag, erindi um stækkun vallar.
Málsnúmer 2108063Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur borist erindi frá Golfklúbbi Skagafjarðar þess efnis að nefndin hafi 18 holu golfvöll til hliðsjónar við hönnun á svæðinu.
Umhverfis- og samgögunefnd líst vel á hugmynd golfklúbbsins um blandað útivistarsvæði þar sem að hægt verði að sameina golf og aðra útvist, svo sem göngu, skokk og hjólreiðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ekki umboð til að meðhöndla skipulagsmál og vísar erindinu til Skipulags-og bygginganefndar og bendir á að frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagið rennur út 13.09.2021.
Umhverfis- og samgögunefnd líst vel á hugmynd golfklúbbsins um blandað útivistarsvæði þar sem að hægt verði að sameina golf og aðra útvist, svo sem göngu, skokk og hjólreiðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ekki umboð til að meðhöndla skipulagsmál og vísar erindinu til Skipulags-og bygginganefndar og bendir á að frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagið rennur út 13.09.2021.
3.Tillaga þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03, 04 og 05
Málsnúmer 2105280Vakta málsnúmer
Forseti sveitarstjórnar gerir tillögu um að vísa málinu aftur til afgreiðslu umhverfis og samgöngunefndar. Samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 30.06.2021
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar á 181. fundi 21. júní sl. en var vísað aftur til nefndarinnar frá 412. fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 30. júní sl.
Umhverfis og samgöngunefnd hefur jafnframt borist áskorun frá íbúum í Hegranesi og austan vatna um að hafna tillögu þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun á hámarkshraða um Borgarsand frá Ósabrú að Sauðárkróki. Til vara að tillagan verði endurskoðuð með eðlilegri og nærgætnari nálgun að lækka umferðarhraða að afleggjara hesthúsahverfis.
Umhverfis- og samgöngunefnd þykir sýnt að mikils misskilnings gæti í þessu máli. Tillaga Vegagerðarinnar er sú að lækka umferðarhraða stuttu austan gatnamóta við hesthúsahverfið en ekki að lækka umferðarhraða frá Ósbrú að Sauðárkróki. Tillagan er lögð fram í kjölfarið á úttekt á umferðaröryggi þjóðvega í þéttbýli Skagafjarðar. Umhverfis og samgöngunefnd telur að nefndin þurfi að fá kynningu á úttekt Vegagerðarinnar og óskar því eftir að fá fulltrúa Vegagerðarinnar á fund nefndarinnar áður en niðurstaða fæst í málið.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar á 181. fundi 21. júní sl. en var vísað aftur til nefndarinnar frá 412. fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 30. júní sl.
Umhverfis og samgöngunefnd hefur jafnframt borist áskorun frá íbúum í Hegranesi og austan vatna um að hafna tillögu þjónustusviðs Vegagerðarinnar um lækkun á hámarkshraða um Borgarsand frá Ósabrú að Sauðárkróki. Til vara að tillagan verði endurskoðuð með eðlilegri og nærgætnari nálgun að lækka umferðarhraða að afleggjara hesthúsahverfis.
Umhverfis- og samgöngunefnd þykir sýnt að mikils misskilnings gæti í þessu máli. Tillaga Vegagerðarinnar er sú að lækka umferðarhraða stuttu austan gatnamóta við hesthúsahverfið en ekki að lækka umferðarhraða frá Ósbrú að Sauðárkróki. Tillagan er lögð fram í kjölfarið á úttekt á umferðaröryggi þjóðvega í þéttbýli Skagafjarðar. Umhverfis og samgöngunefnd telur að nefndin þurfi að fá kynningu á úttekt Vegagerðarinnar og óskar því eftir að fá fulltrúa Vegagerðarinnar á fund nefndarinnar áður en niðurstaða fæst í málið.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Birni Magnúsi fyrir kynninguna.