Fara í efni

Norðurgarður

Málsnúmer 2108160

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 183. fundur - 20.09.2021

Búið er að ganga að tilboði frá Víðimelsbræðrum ehf. Verkið felst í því að tekinn verður upp þvergarður sem gerður var árið 2006 og Norðurgarður verður lengdur um 30 m. Breytingin mun gjörbreyta aðkomu stórra skipa inn í höfnina og auka öryggi þeirra.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri fór yfir teikningar af breytingum og lengingu. Áætlað er að verkið hefjist núna í september og verklok eru áætluð fyrir næstu áramót.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.