Fara í efni

Garðlönd í Varmahlíð

Málsnúmer 2108259

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 183. fundur - 20.09.2021

Óskað hefur verið eftir landi undir garðlönd í Varmahlíð. Lagt er til að svæðið vestast á túni sunnan Reykjarhóls skammt austan sumarbústaða verði tekið undir garðlandið.

Samþykkt að þetta svæði verði nýtt undir garðlönd. Sviðsstjóra falið að láta gera garðinn kláran fyrir veturinn. Einnig er sviðsstjóra falið að láta gera reglur um umgengni um svæðið sem kveða á um hverjar skyldur sveitarfélagið hefur gagnvart notendum. Hver notandi skal sækja skriflega um að fá notkun að svæðinu og undirrita samninng þar um.

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa er falið að gera könnun á áhuga fólks á samskonar garðlöndum á Hofsósi og á Sauðárkróki.

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat þennan lið.