Byggðarráð Skagafjarðar - 983
Málsnúmer 2109022F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021
Fundargerð 983. fundar byggðarráðs frá 29. september 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Regína Valdimarsdóttir með leyfi varaforseta, og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagður fram fjárhagsrammi vegna fjárhagsáætlunar ársins 2022.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann og vísar honum til umfjöllunar og vinnslu í nefndum. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Fulltrúar Byggðalistans óska eftir að byggðaráð samþykki að farið verði í þarfagreiningu og hönnun á nýjum leikskóla á Sauðárkróki.
Áætlað var að byggja við yngra stig Ársala en við frekari skoðun kom það í ljós að það væri ill mögulegt vegna plássleysis umhverfis yngra stig Ársala. Yngra stig Ársala stenst ekki kröfur nútímans hvað varðar leikskólastarf og aðstöðu starfsmanna. Viðbygging við eldra stig Ársala mun aðeins sinna eftirspurn til skamms tíma og teljum við að mikilvægt sé að hugsa til framtíðar eða allavega næstu 20 ára við framkvæmdir við leikskóla. Litið verið til m.a. húsnæðisáætlunar og íbúðaþróunar síðastliðinna ára við þarfagreiningu og framkvæmdir á leikskóla.
Ólafur Bjarni Haraldsson, Jóhanna Ey Harðardóttir
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að vinna að þarfagreiningu leikskólahúsnæðis á Sauðárkróki til næstu 10-15 ára. Einnig er skipulagsfulltrúa falið að halda áfram vinnu við skoðun á hentugri staðsetningu fyrir nýjan leikskóla. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Samstaða hefur verið í Byggðaráði um málið og undirbúning þess. Tillagan lýsir því í raun aðeins fyrirliggjandi vilja og stefnumörkun byggðaráðs sem unnið er eftir, en ljóst að brýnt er að flýta verkinu eins og kostur er, vegna sárrar vöntunar á leikskólarýmum. Það er slæmt hve dregist hefur í mörg ár að bregðast við augljósri þróun og skrifast það á ábyrgð meirihluta sjálfstæðis-, og framsóknarflokks.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð.
Þá kvöddu sér hljóðs: Ólafur Bjarni Haraldsson, Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, Gísli Sigurðsson.
Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagt fram erindi dagsett 15. september 2021 frá Þódísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði, varðandi beiðni um tímabundin afnot af herbergi í kjallara Túngötu 2, Hofsósi, fyrir afgreiðslu bókasafnsins þar.
Byggðarráð samþykkir að heimila Héraðsbókasafni Skagfirðinga afnotin. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Erindið áður á 962. fundi byggðarráðs þann 21. apríl 2021 og þá sent til umsagnar stjórnar NNV. Umsögn hefur ekki borist.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2021 frá Ástu Ólöfu Jónsdóttur formanni Pilsaþyts í Skagafirði. Óskar félagið eftir að fá aðstöðu til sauma, tímabundið í húsnæði sveitarfélagsins og Náttúrustofu Norðurlands vestra, Aðalgötu 2 á Sauðárkróki. Félagsskapurinn er að sauma kyrtil til afnota fyrir Fjallkonu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er stefnt að afhendingu með viðhöfn þann 1. desember 2021.
Byggðarráð samþykkir að veita Pilsaþyti heimild til að hafa aðstöðu í sal Aðalgötu 2 til 1. desember 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2021, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, "Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 24. september 2021 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, varðandi 5. haustþing samtakanna sem verður haldið í Félagsheimilinu Blönduósi þann 22. október n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 20. september 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi ársfund Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem verður haldinn 6. október 2021 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 983 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. september 2021 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi tækniskýrslu frá samningnum um líffræðilega fjölbreytni um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum. Skýrslan er framlag og afurð samstarfs borga og bæja víðsvegar um heim á vettvangi samningsins um leiðir til þess að efla og varðveita líffræðilega fjölbreytni í og við borgir og bæi. Bókun fundar Afgreiðsla 983. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.