Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 984

Málsnúmer 2109025F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021

Fundargerð 984. fundar byggðarráðs frá 7. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 984 Lögð fram eftirfarandi bókun frá 293. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. september 2021:
    "Framkvæmdaráð er ráð sem starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks og samstarfssamning sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Í ráðinu sitja oddvitar eða framkvæmdastjórar sveitarfélaganna. Búið er að halda einn fund í ráðinu. Ráðið hefur fyrst og fremst stefnumótandi hlutverk, m.a. í húsnæðismálum sem og yfirstjórn reksturs í þjónustu við fatlað fólk. Meðfylgjandi er fundargerð fyrsta fundar ráðsins. Nefndin ítrekar mikilvægi 3. liðar fundargerðarinnar þar sem fjallað er um húsnæðismál fatlaðs fólks á Blönduósi og Sauðárkróki og beinir því til byggðarráðs að taka þessi mál til umræðu og hefja jafnframt viðræður við sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu um uppbyggingu búsetukjarna á Blönduósi og á Sauðárkróki."
    Byggðarráð samþykkir fela sveitarstjóra að senda bréf til sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahrepps um stofnun nýrrar húsnæðisstjárfseignarstofnunar vegna þessa verkefenis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 984. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 984 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. september 2021 varðandi húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki.Óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.
    Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 984. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 984 Lagt fram bréf dagsett 2. september 2021 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar varðandi áframhaldandi stuðning vegna umsóknar til Ungmennafélags Íslands um að halda 24. Unglingalandsmót UMFÍ hér í Skagafirði árið 2023.árið 2023
    Byggðarráð samþykkir að styðja UMSS til þess að halda landsmótið árið 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 984. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.