Fara í efni

Skilavegir - niðurstaða starfshóps

Málsnúmer 2109097

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 184. fundur - 20.10.2021

Vegagerðin hyggst afhenda Sveitarfélaginu Skagafirði stofnveg í gegnum Hofsós til umsjónar, rekstrar og viðhalds. Um er að ræða Hofsósbraut 77-02. á Hofsósi, alls um 920 m kafla frá afleggjara að Pardusi að grunnskólanum á Hofsósi. Vegagerðin hefur sent sveitarfélaginu drög að samningi um skil á veginum sem gerir ráð fyrir því að Vegagerðin muni endurnýja öll slitlög á kaflanum á næstu 2 árum. Sveitafélagið fær fjármagn til að endurnýja ljósker og nokkra staura ásamt því að fjámagn er lagt til vegna aðgerða í umferðaröryggismálum og fráveitu.

Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir ánægju sinni með tillögu Vegagerðarinnar um skilin á veginum en felur sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að fara með málið ásamt sveitastjóra Skagafjarðar. Óskað verði eftir viðræðum við Vegagerðina um skilavegi og vegi í dreifbýli í Skagafirði almennt áður en að gengið verði frá samningnum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 186. fundur - 15.12.2021

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar á 184. fundi þann 20. okt. síðastliðinn og á dagskrá á fundi nr. 416 sveitarstjórnar þann 27. okt.

Sviðsstjóri og sveitarstjóri funduðu með Vegagerðinni og fengu frekari upplýsingar um stöðu skilavega og skilin á Hofsósbraut til sveitarfélagsins. Vegagerðin endurtók tilboð sitt um skilin á veginum með þeim viðhaldsframkvæmdum og fjármunum til viðhalds á ljósastaurum og umferðaröryggismannvirkjum eins og áður hefur komið fram.

Nefndin lýsir ánægju sinni með framvindu málsins og felur sviðsstjóra og sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 187. fundur - 13.01.2022

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar á 184. fundi þann 20. okt. og 186. fundi þann 15. desember síðastliðinn og á fundi nr. 416 sveitarstjórnar þann 27. okt.

Búið er að ganga frá málinu. Sveitarfélagið hefur tekið við rekstri vegarins í samræmi við samning þar um sem undirritaður var í desember sl. Samningurinn felur meðal annars í sér að sveitarfélagið Skagafjörður tekur við snjómokstri, götusópun og viðhaldi götuljósa frá áramótum 2021 og 2022.