Skilavegir - niðurstaða starfshóps
Málsnúmer 2109097
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 186. fundur - 15.12.2021
Málið var áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar á 184. fundi þann 20. okt. síðastliðinn og á dagskrá á fundi nr. 416 sveitarstjórnar þann 27. okt.
Sviðsstjóri og sveitarstjóri funduðu með Vegagerðinni og fengu frekari upplýsingar um stöðu skilavega og skilin á Hofsósbraut til sveitarfélagsins. Vegagerðin endurtók tilboð sitt um skilin á veginum með þeim viðhaldsframkvæmdum og fjármunum til viðhalds á ljósastaurum og umferðaröryggismannvirkjum eins og áður hefur komið fram.
Nefndin lýsir ánægju sinni með framvindu málsins og felur sviðsstjóra og sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
Sviðsstjóri og sveitarstjóri funduðu með Vegagerðinni og fengu frekari upplýsingar um stöðu skilavega og skilin á Hofsósbraut til sveitarfélagsins. Vegagerðin endurtók tilboð sitt um skilin á veginum með þeim viðhaldsframkvæmdum og fjármunum til viðhalds á ljósastaurum og umferðaröryggismannvirkjum eins og áður hefur komið fram.
Nefndin lýsir ánægju sinni með framvindu málsins og felur sviðsstjóra og sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 187. fundur - 13.01.2022
Málið var áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar á 184. fundi þann 20. okt. og 186. fundi þann 15. desember síðastliðinn og á fundi nr. 416 sveitarstjórnar þann 27. okt.
Búið er að ganga frá málinu. Sveitarfélagið hefur tekið við rekstri vegarins í samræmi við samning þar um sem undirritaður var í desember sl. Samningurinn felur meðal annars í sér að sveitarfélagið Skagafjörður tekur við snjómokstri, götusópun og viðhaldi götuljósa frá áramótum 2021 og 2022.
Búið er að ganga frá málinu. Sveitarfélagið hefur tekið við rekstri vegarins í samræmi við samning þar um sem undirritaður var í desember sl. Samningurinn felur meðal annars í sér að sveitarfélagið Skagafjörður tekur við snjómokstri, götusópun og viðhaldi götuljósa frá áramótum 2021 og 2022.
Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir ánægju sinni með tillögu Vegagerðarinnar um skilin á veginum en felur sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að fara með málið ásamt sveitastjóra Skagafjarðar. Óskað verði eftir viðræðum við Vegagerðina um skilavegi og vegi í dreifbýli í Skagafirði almennt áður en að gengið verði frá samningnum.