Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

184. fundur 20. október 2021 kl. 09:00 - 12:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Högni Elfar Gylfason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2022

Málsnúmer 2110125Vakta málsnúmer

Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hafnanna skoðaður sérstaklega. Drög að gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir kynntar og ræddar. Við gerð fjárhagsáætlunar og gjaldskrá er sérstklega hugað að rekstri nýs dráttarbáts og gjaldtöku vegna hans.

Ljóst er að talverðar framkvæmdir verða við Skagafjarðarhafnir á næstu árum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við hafnarstjóra að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum og þörfum Skagafjarðarhafna.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.

2.Fjárhagsáætlun 2022, 11- umhverfis-, garðyrkju-, hreinlætis- og sorpmál

Málsnúmer 2110096Vakta málsnúmer

Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir umhverfissvið sveitarfélagsins er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega. Drög að gjaldskrám kynntar og ræddar. Við gerð fjárhagsáætlunar og gjaldskrár skal sérstklega hugað að viðverandi taprekstri á sorphirðu sveitarfélagsins. Fyrir dyrum stendur útboð á sorphirðu og er gert ráð fyrir að útboðið fari fram á næstunni.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdadeilda að halda áfram vinnu við gerð gjaldskrár og fjárhagsáætlunar.

3.Umferðaöryggi í þéttbýli - öryggisúttekt og úrbætur

Málsnúmer 2110114Vakta málsnúmer

Umferðaröryggi íbúa sveitarfélagsins er mikilvægt málefni. Málefnið hefur oft komið til umræðu í nefndinni og á síðasta fundi nefndarinnar var farið yfir öryggisútttekt sem Vegagerðin lét vinna vegna umferðaröryggismála í Skagafirði. Í umræðunni hafa verið nefndir ýmsir staðir sem taldir eru öðrum hættulegri eins og Túngata og Skagfirðingabraut á Sauðárkróki og Suðurgata á Hofsósi. Nokkur önnur sveitarfélög hafa látið gera umferðaröryggisúttekt fyrir sín sveitarfélög þar sem að kallaðir hafa verið til fagaðilar í umferðaröryggismálum og samstarf haft við lögreglu, skólayfirvöld og íbúa.

Nefndin leggur til að fengnir verði fagaðilar til samstarfs við sveitarfélagið um úttekt á umferðaröryggi í Skagafirði. Byrjað verði á Túngötu, Skagfirðingabraut og Aðalgötu á Sauðárkróki. Skal þeirri vinnu ljúka með úrbótaáætlun og aðgerðaplani sem miði að því að auka öryggi gangandi, akandi, hjólandi vegfarenda svo og aðgengis og öryggismálum fatlaðra. Einnig verður hugað að öryggismálum íbúa sem búa í næsta nágrenni gatnanna.

Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasvið er falið að leita til sérfæðinga um málið og setja upp aðgerðaplan og vinna málið áfram í samstarfi við nefndina.

4.Skilavegir - niðurstaða starfshóps

Málsnúmer 2109097Vakta málsnúmer

Vegagerðin hyggst afhenda Sveitarfélaginu Skagafirði stofnveg í gegnum Hofsós til umsjónar, rekstrar og viðhalds. Um er að ræða Hofsósbraut 77-02. á Hofsósi, alls um 920 m kafla frá afleggjara að Pardusi að grunnskólanum á Hofsósi. Vegagerðin hefur sent sveitarfélaginu drög að samningi um skil á veginum sem gerir ráð fyrir því að Vegagerðin muni endurnýja öll slitlög á kaflanum á næstu 2 árum. Sveitafélagið fær fjármagn til að endurnýja ljósker og nokkra staura ásamt því að fjámagn er lagt til vegna aðgerða í umferðaröryggismálum og fráveitu.

Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir ánægju sinni með tillögu Vegagerðarinnar um skilin á veginum en felur sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að fara með málið ásamt sveitastjóra Skagafjarðar. Óskað verði eftir viðræðum við Vegagerðina um skilavegi og vegi í dreifbýli í Skagafirði almennt áður en að gengið verði frá samningnum.

5.Tilnefning svæða í Emerald Network

Málsnúmer 2109118Vakta málsnúmer

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að taka fyrsta skrefið í að tilnefna svæði á Íslandi í Emerald Network. Svæðin sem um ræðir njóta nú þegar verndar samkvæmt íslenskum lögum og uppfylla þau því kröfur um lagalega vernd og umsjón.
Svæðin eru: Guðlaugstungur, Vatnajökulsþjóðgarður, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Vestmannsvatn og Þjórsárver.
Svæðin hafa verið valin því þau eru þegar undir formlegri vernd sem friðlönd/þjóðgarður/verndarsvæði skv. lögum og vegna þess að þar eru tegundir eða lífsvæði sem mikilvægt er að vernda samkvæmt Bernarsamningnum.

Þjórsárver liggur að hluta til innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Hofsjökul. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur móttekið og yfirfarið erindið.

6.Tillaga um brennsluofn, söfnun dýrahræja og gjaldskrá fyrir búfjárhald

Málsnúmer 2109204Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur beint erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að nefndin endurskoði gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 með breytt fyrirkomulag gjaldtöku fyrir búfjárhald og hirðingu dýrahræja í huga.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við nefndina.

Fundi slitið - kl. 12:00.