Gránumóar - stækkun námusvæðis - aðalskipulag athugasemd
Málsnúmer 2109105
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd - 13. fundur - 27.04.2023
Framkvæmdasvið Skagafjarðar er að vinna greinargerð vegna áframhaldandi útvíkkunar á námusvæði á Gránumóum. Í tillögu að stækkun svæðisins verði litið til mögulegrar nýrrar tengingar Þverárfjallsvegar við Kjarnann höfð til hliðsjónar.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur afar brýnt að unnið sé að framtíðarsýn á norðanverðum Nöfum og á Gránumóum. Þetta snýr meðal annars að núverandi námusvæði og hugmyndum varðandi bætta innkomu inn í bæinn. Með nýrri tengingu, ef af verður, minnkar umferðin í gegnum athafnarsvæðið á Eyrinni til muna og styttir leiðina frá Sauðárkróki til Blönduóss um 1,6 km. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur afar brýnt að unnið sé að framtíðarsýn á norðanverðum Nöfum og á Gránumóum. Þetta snýr meðal annars að núverandi námusvæði og hugmyndum varðandi bætta innkomu inn í bæinn. Með nýrri tengingu, ef af verður, minnkar umferðin í gegnum athafnarsvæðið á Eyrinni til muna og styttir leiðina frá Sauðárkróki til Blönduóss um 1,6 km. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þessar tillögur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs um breytingar námusvæðis í nýju aðalskipulagi.